Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Side 9

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Side 9
9 færi á ytri höfninni í Reykjavík en gat ekki sökum aðstöðuleysis lagst að bryggju. Um borð í skipinu voru ýmis tæki til hafnargerðar, meðal annars tveir gufuknúnir lyftikranar, tveir uppskipunarprammar, eimvagn, járn- brautarteinar og 20 vagnar sem nota átti við gerð hinnar nýju hafnar. Fyrstu handtökin við hafnargerðina var lagning járnbrautar frá svonefndum Alliance- krók vestur við Örfiriseyjargranda upp í Skóla- vörðuholt austanvert og upp að Öskjuhlíð. Járnbrautin var síðan notuð til þess að flytja grjót til hafnargerðarinnar og er þetta eina járnbrautin sem lögð hefur verið og notuð hér á landi. Aðstöðuleysið tók sinn toll Saga Reykjavíkurhafnar er hluti af Íslands- sögunni. Allt frá landnámi voru stundaðar siglingar hingað til lands – margar og merki- legar á hinum ýmsu tímum. Engin raunveru- lega hafnaraðstaða var þó í landinu og því notast við það sem náttúran hafði skapað. Oft tók aðstöðuleysið sinn toll og skips- og mannskaðar voru tíðir. Af þeim sökum voru menn farnir að velta fyrir sér hafnargerð í Reykjavík um miðja 19. öld. Margir sögulegir atburðir Ýmsir sögulegir atburðir hafa átt sér stað við Reykjavíkurhöfn. Winston Churchill, þá for- sætisráðherra Breta, steig af skipsfjöl á Mið- bakka og stappaði stáli í Íslendinga. Flugvélar komu og lentu á höfninni. Í því sambandi má minnast Charles Lindberg flugkappa sem kom hingað í ágúst 1933 og höfnin var einnig notuð fyrir farþegaflug á fyrstu árum þess, þegar sjóflugvélar eða flugbátar voru notaðir. Síðla árs 1955 kom Halldór Kiljan Laxnes heim með Nóbelsverðlaunin með Gullfossi og steig á land á Miðbakkanum. Og þann 21. apríl 1971 kom danska varðskipið Vædderen (hrúturinn) með íslensku handritin og lagðist að Miðbakkanum. Það tengjast bæði menningarlegir og sögulegir atburðir Miðbakkanum og hafnar- svæðinu. Verkamannafélagið Dagsbrún gerði sinn fyrsta kjarasamning við höfnina þegar verið var að jafna kaup hafnarverkamanna. Það var raunar upphafið að þeim ferli sem síðar einkenndist af störfum verkalýðsforingj- anna Eðvarðs Sigurðssonar, sem jafnan var Skúta við Miðbakkann. Í baksýn er varðskipið Þór, flaggskip Landhelgisgæslunnar. Séð yfir vesturhluta gömlu hafnarinnar. Fremst er hús fyrrum Skipaútgerðar ríkisins sem nú er í eigu útgerðarfélagsins Brims. Yst til hægri á grandanum má sjá Marshall-húsið sem eitt sinn var síldarverksmiðja en er nú listamiðstöð.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.