Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Page 10
10
kenndur við félagið, og Guðmundar J. Guð-
mundssonar, sem gjarnan var nefndur jaki.
Söguleg borgareinkenni
felast í fiskvinnslunni
Útvegur og fiskvinnsla hafa alla tíð verið hluti
af starfsemi hafnarinnar og svæðinu umhverf-
is hana. Í því felast söguleg borgareinkenni
og útvegsstarfsemin þjónar fleiri atvinnu-
greinum en sjávarútveginum. Ferðaþjónustan
nýtur einnig góðs af henni. Höfnin með
allri sinni fjölbreytni dregur ferðafólk til sín
enda er ýmiss konar ferðaþjónusta farin að
blómstra á hafnarsvæðinu.
Ólíkum atvinnugreinum hefur fjölgað á
hafnarsvæðinu á undanförnum árum. Þar má
finna, auk fiskvinnslu og matvælaiðju, marg-
víslega verslunarstarfsemi, listiðju og sýn-
ingarsali, hönnunarhús og tölvutengda starf-
semi, svo nokkuð sé nefnt, auk hótel- og
veitingastarfsemi af ýmsum toga. Þessum
mörgu starfsgreinum hefur gengið vel að
deila hinu takmarkaða umhverfi sem mótað
er af gömlu höfninni og Örfirisey.
Tímamót með Faxaflóahöfnum
Umtalsverð tímamót urðu þegar Faxaflóa-
hafnir urðu til. Krafa um betri nýtingu fjár-
muna ásamt meira skipulagi voru hvatinn á
bak við sameiningu hafnanna. Ljóst var að
ekki væri hægt að auka við starfssvæði
Reykjavíkurhafnar nema þá með því að búa
til landfyllingar en engar hugmyndir eru uppi
um að auka við þær.
Siglingar um norðurhöf munu aukast og
fleiri breytingar eru fyrirsjáanlegar. Sú raf-
væðing sem nú er að eiga sér stað í sam-
göngum mun ná til siglinganna að einhverju
leyti. Allt útlit er fyrir að á næstu árum fari
minni skip að sigla fyrir raforku en þau stærri
verði látin ganga fyrir léttara eldsneyti, það er
fljótandi gasi. Nú er líka til umræðu að banna
notkun svartolíu í Norðurhöfum.
Allt þetta og margt fleira eykur hlutverk
Reykjavíkurhafnar og Faxaflóahafna og sveit-
arfélaganna kringum Faxaflóa.
Fyrstu handtökin við hafnargerðina var lagning brautarteina fyrir lest sem var síðan notuð til þess að flytja grjót til hafnargerðarinnar og er þetta eina járnbrautin sem
lögð hefur verið og notuð hér á landi. Önnur eimreiðin var Minör, sem gárungar kölluðu reyndar Bríeti eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu. Hin eimreiðin
sem notuð var hét Pionér og drógu þær stöllur vagna milli Öskjuhlíðar og strandar með grjót og annað efni í höfnina.
Fyrir daga Reykjavíkurhafnar var aðstöðuleysið algert og hafið tók sinn toll. Hér má sjá sjómenn róa til fiskjar
– trúlega á fyrstu árum liðinnar aldar.
Hafnamál