Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Page 11
11 Engin kynbundinn launamunur er hjá Kópavogsbæ. Þetta kemur fram þegar borin eru saman laun einstaklinga í sambærilegum störfum, á sama aldri, með sömu starfs- reynslu og færni. Þetta kemur fram í nýrri launarannsókn sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Kópavogsbæ. Að undanförnu hefur markvisst verið unnið að því hjá Kópavogsbæ að útrýma launamun milli karla og kvenna og er það skýr stefna að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sambærileg störf. Í ljósi þess er niðurstaðan mjög gleðileg fyrir sveitarfélagið. Konur eru um 80% starfsmanna Um 80% starfsmanna Kópavogsbæjar eru konur og dreifast ekki jafnt eftir sviðum eða störfum. Hlutfallslega fleiri karlar vinna í tekjuhæstu starfsgreinunum hjá bæjarfé- laginu og karlar vinna að meðaltali fleiri yfir- vinnutíma en konur sem hefur áhrif á heildar- laun þeirra. Meðallaun karla eru 18% hærri en meðal- laun kvenna, áður en tekið er tillit til áhrifa- þátta sem áður hefur verið getið um. Fréttir Borgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF VIÐ ÚTBOÐ Sveitarfélög spara með útboðum Ríkiskaup bjóða sveitarfélögum faglega útboðsþjónustu og ráðgjöf sem sniðin er að þeirra þörfum. Á undanförnum árum hafa Ríkiskaup boðið út m.a. skólaakstur, ræstingu og spjaldtölvur fyrir hönd sveitarfélaga. Sveitarfélög sem aðilar eru að rammasamningum hafa einnig nýtt sér örútboð í auknum mæli. Rammasamningsaðild og sameiginleg örútboð Þátttaka í rammasamningum Ríkiskaupa er að öllum líkindum ein besta leið sveitarfélaga til að ná árangri í daglegum rekstri sínum. Hærri afslættir hafa náðst á undanförnum árum með samtaka- mætti opinberra aðila með gerð markvissari rammasamninga, fækkun birgja og sameiginlegum örútboðum. Þátttakendur hafa til þessa séð fáheyrð verð t.d. á tölvubúnaði, námsgögnum, ljósritunarpappír, eldsneyti, flugfargjöldum ofl. Enginn kynbundinn launamunur hjá Kópavogsbæ -­samkvæmt­niðurstöðum­nýrrar­launarannsóknar Horft í ljósskiptunum af Digranesinu yfir til nýrri hluta Kópavogsbæjar. Spjaldtölvuvæð- ing í grunnskól- um Hafnarfjarðar Allir nemendur í 8. til 10. bekkjum grunnskól- anna í Hafnarfirði fá spjaldtölvur til persónu- legrar notkunar í skólastarfinu og til notkunar heima fyrir á þessu skólaári. Dreifing á spjöldum eða spjaldtölvum til nemenda hófst skömmu fyrir jólin 2017 og er nú að fullu lokið. Um mikinn fjölda spjalda er að ræða, alls tæplega 1.000 stykki. Talsverð vinna hefur farið í að laga spjöldin að skipu- lagi og námskerfum skólanna. Spjöldin gefa nemendum og kennurum ný tækifæri til að nýta sér enn betur en áður tækni internetsins í námi og kennslu. Frá hausti 2018 eru væntanleg spjöld fyrir nem- endur á miðstigi og verða þau spjöld afhent um leið og uppsetningu þeirra lýkur á næsta skólaári, samkvæmt upplýsingum frá Hafnar- fjarðarbæ.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.