Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 19
19
Víðar en hér á landi er unnið er að samein-
ingu sveitarfélaga eða stjórnvaldssvæða. Um
liðin áramót sameinuðust tvö fylki í Noregi –
Suður- og Norður-Þrændalög í eitt. Með því
fækkaði fylkjum í Noregi úr 19 í 18.
Sameiningin er söguleg en rúmlega 200
ár eru liðin frá aðskilnaði fylkjanna þegar
amtinu Þrándheimi var skipt í ömtin Norður-
og Suður-Þrændalög þar sem orðið Þrænda-
lög stóð fyrir lögsöguumdæmi svæðisins en
þar réð hið forna Frostaþing lögum og
lofum. Í Íslendingasögunum má lesa um
margvísleg samskipti Íslendinga og íbúa
þessara byggðarlaga fyrr á tímum.
Stærri og þýðingarmeiri
hluti Noregs
Haft er eftir Ritu Ottervik, borgarstjóra í
Þrándheimi, að Þrændalög eigi saman en
tekið hafi mörg ár að ná meirihluta til að
taka þessa ákvörðun. Hún kveðst gleðjast
mjög yfir sameiningunni sem loks er orðin að
veruleika.
Kostina telur hún þá að sameinuð verði
Þrændalög stærri og þýðingarmeiri hluti
Noregs og geti þar með tekið meiri ábyrgð á
fleiri verkefnum. Hún telur einnig mikilvægt
að stofna til nánara samstarfs á sviðum á
borð við samgöngumál og viðskiptalíf í
landinu.
Það voru einkum íbúar Norður-Þrænda-
laga – byggðarinnar norðan Þrándheims –
sem stóðu gegn sameiningunni en sunnan-
menn voru mun jákvæðari.
Norsku fylkjunum fækkaði um eitt
um áramótin
Áin Nið, sem Niðarós heitir eftir, fellur um miðborg Þrándheims en Niðarós er hið forna heiti borgarinnar.
AFLANN Í ÖRUGGA HÖFN!
Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem
stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er nýupp-
gerð og öll hin glæsilegasta.
Stutt í alla þjónustu
Varahlutir í skip
Slippur
Veiðarfærasala
Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja
Heilsugæsla / Landsspítali
Afþreying
Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn
Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum hjá
FMIS í Reykjavík og á Akranesi, kynntu þér kostina á
www.fmis.is
FMIS
FMIS