Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 21
21
Alþingi sýni skýrari vilja
„Þá má af þessu tilefni draga það fram að árið 1986 var lágmarks-
íbúatala 50 íbúar og ef íbúatala var undir því marki í þrjú ár, voru
sveitarfélög sameinuð án atkvæðagreiðslu íbúa.“
Hún segir að Alþingi þurfi einnig að sýna skýrari vilja til sam-
einingar sveitarfélaganna. „Alþingi hefur lagst gegn breytingum sem
mikil vinna hefur verið lögð í. Tillögur hafa verið lagðar fram um lág-
marksfjölda íbúa allt frá árinu 1952 en engin þeirra hefur náð fram að
ganga og í dag eru engin ákvæði í lögum
um lágmarksfjölda íbúa. Það er mikilvægt að
stíga fyrsta skrefið að fækkun sveitarfélaga
áður en farið verður að ræða um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og til-
flutning verkefna og að verkefni verði flutt
þegar skipulag sveitarstjórnarstigsins leyfir,”
segir hún.
Taka þarf starfsemi jöfnunar-
sjóðs til endurskoðunar
Starfshópurinn telur að gera þurfi breytingar
á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
„Það er rétt. Starfsemi jöfnunarsjóðs er
einn hluti í þessu stóra máli sem framtíð
sveitarstjórnarstigsins er. Við teljum að stjórn-
völd verði að marka skýra stefnu til lengri
tíma, allt að 20 ára, fyrir sveitarstjórnarstigið
í heild þar sem allir málaflokkar eru undir.
Þar ber hæst fjármál sveitarfélaga en einnig
byggðamál og samgöngumál. Þar er starf-
semi jöfnunarsjóðsins einnig undir.”
Í október kom út áfangaskýrsla nefndar
um endurskoðun á jöfnunarframlögum Jöfn-
Frá Skagaströnd. Skagaströnd er lítið sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu. Nú er hafin könnun á möguleikum þess að sameina sveitarfélögin í sýslunni. Þau eru;
Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð.
Frá Akureyrarkaupstað. Hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu voru ræddar í sveitar-
stjórnum þar í fyrra en náðu ekki fram að ganga.