Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Page 3

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Page 3
Islenzkur iðnaður. Iðnaðurinn er ung atvinnugrein hér á landi, enda gerir þorri manna sér ekki grein fyrir því hversu veigamikill þáttur hann er orðinn í at- hafnalífi þjóðarinnar. Þess er heldur engin von þar sem ekki munu vera til neinar tæmandi upp- lýsingar um starfsmannafjölda iðnaðarins, teg- und og magn þess, sem framleitt er o. s. frv. En brýn nauðsyn krefur að ráðin verði bót á þessu ástandi. Að svo komnu máli eru ekki fyr- ir hendi þau gögn, sem gert gætu það kleyft að gefa heildarmynd af iðnaðinum. Því verður, því miður, ekki neitað, að um hinn unga íslenzka iðnað hefir leikið nokkur gustur. íslendingar eru seinir til. Mikill fjöldi manna telur iðnaðinn ekki eiga tilverurétt og hljóta að vera til ills eins.Þessi skoðun er sprott- in af ókunnugleika. Þetta litla rit hefir því valið sér það verkefni að leitast við að fjölga vinum iðnaðarins — breyta þessu viðhorfi — leiðrétta misskilning- inn. Það vill jafnframt koma á framfæri ýms- um áhugamálum iðnaðarins og geta nýjunga. Iðnaðurinn þarf að eiga málgagn, hann þarf að halda úti riti, sem stendur á verði um hags- muni hans og lætur þjóðina fylgjast með þróun hans og sigrum. Erlendis er það allvíðast að kaupsýslumenn og framleiðendur sameinist um útgáfu tímarits. Þörfin er fyrir hendi og verk efnin eru næg. Þetta rit gæti ekki kosið sér neitt betra hlut- skifti en að verða fyrirrennari slíks málgagns. Hver er orsök íslenzks iðnaðar? Um það mætti skrifa langt mál — og ef ætti að gera því full skil, þyrfti að rekja sögu ekki ein- ungis íslenzkra viðskifta, heldur og heimsvið- skiftanna. á undanförnum árum. Hér skal látið nægja að geta nokkurra höfuð- atriða. Heimsverzlunin hefir dregist saman, þjóð- irnar girða sig tollmúrum, koma á innflutnings- höftum, jafnvirðiskaupum, reyna að búa sem mest að sínu. — Þessi umbreyting frá viðskifta- legu frelsi til hafta, er ekki nein dægurfluga — ekki nein skyndiákvörðun, sem hægt er að nema úr gildi með nýrri skyndiákvörðun. Að baki liggja miljarðar í föstu formi — verksmiðjum, vélum, skipaskurðum, — búskaparlaginu hefir verið breytt frá grunni. En þó að þessi bylting í viðskiftalífi þjóðanna hafi tekið langan tíma og kostað mikið erfiði — þá verður ennþá erf- iðara og tafsamara að koma búskap þjóðanna í sitt fyrra form. Og algjört viðskiftafrelsi verð- ur tæplega í tíð næstu kynslóða. Það er ekki sennilegt, að Englendingar láti verkamennina í Lancashire fara á götuna til hagsmuna fyrir japanska vefnaðinn eða að Evrópa leggi niður landbúnað sinn til þess að Kanada, Argentína eða Rússland hafi frjálsan markað. — Er þessi viðskiftaþróun skynsamleg? Er nokk- uð vit í höftunum, hömlunum, tollunum og tak- mörkununum? Það eru nógir, sem deila um það. Það eru skrifaðar um það ótal bækur og blöð á hverju ári — því miður skrif, sem litlu hafa á- orkað. En hvort sem þessi þróun er skynsamleg eða ekki þá er hún staðreynd. Og það er á þessum blákalda veruleika, sem Islendingar hafa fengið að kenna á undanfarin ár. Það er ekki nema eðlileg afleiðing af tolla- og haftapólitík stórþjóðanna, vaxandi örðugleikum á afurðasölu, óhagstæðum verzlunarjöfnuði og auknum gjaldeyrisörðugleikum að fslendingar fóru að leggja niður fyrir sér hvernig hægt væri að auka framleiðsluna í landinu og spara þann- ig innflutning á framleiddum vörum.

x

Íslenzkur iðnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.