Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Page 4
2
íslenzkur iðnaður
Allí á
sama
Stærsta og- fullkomnasta yfirbyggingarverkstæði á íslandi.
Byggjum ofan á allar tegundir bíla, framkvæmum einnig hverskonar
viðgerðir.
Bílamálningarverkstæði mitt annast alla málningu á bílum yðar.
Bílaviðgerðir allskonar. Fræsum. Borum. Setjum í „Sleevar“.
Mótorar gerðir sem nýir.
Höfum fyrirliggjandi flestar stærðir af hinum viðurkenndu „Special-
loid“-stimplum, get útvegað með stuttum fyrirvara A L L A R tegundir
af stimplum og sleevum.
Varahlutir fyrirliggjandi í flestar tegundir bíla.
Egill Vilhjálmsson
Sími 1717.
Ný iðnfyrirtæki rísa upp — vinnukrafturinn,
sem áður var greiddur í erlendum gjaldeyri —
verður nú brauðgjafi landsins eigin barna. Þús-
undir karla og kvenna fá atvinnu við hina nýju
framleiðslu.
Á iðnaðurinn tilverurétt?
Það eru ýmsir, sem halda því fram, að iðnað-
urinn íslenzki eigi ekki rétt á sér vegna þess að
hráefnin séu (í flestum tilfellum) ekki til í land-
inu sjálfu — þau verði að flytja inn. Þessari
skoðun var t. d. haldið fram í blaðagrein ekki
alls fyrir löngu, þar sem ráðist var ákaft á iðnað-
inn. Greinarhöf. hélt því fram, að iðnvara væri
útlend ef hráefnið væri útlent, Þetta er vita-
skuld fjarstæða. Hverjum dettur í hug að segja
að t. d. þýzkar eða enskar iðnvörur séu ekki
þessara þjóða framleiðsla, þótt þær flytji inn
hráefnin? Eru þá vörur, sem Bandaríkjamenn
framleiða úr íslenzku síldarlýsi í raun og veru
íslenzk iðnframleiðsla? Flestar iðnaðarþjóðir
flytja inn hráefni sín að meira eða minna leyti.
Myndi ekki Asía eða Afríka hljóta óverðskuld-
aðan heiður, ef eigna ætti þessum álfum Evrópu-
iðnaðinn — af því að þær legðu til hráefnið? Eru
ekki þessir hleypidómar gagnvart iðnaðinum
sprottnir af vanþekkingu, eða er þetta hin land-
læga minnimáttarkennd?
Verð framleiðsluvörunnar samanstendur af
hráefnum, vinnukrafti, ýmsum öðrum kostnaði
og arði framleiðandans. Hráefnið er mjög oft
ekki nema lítill hluti af verði vörunnar.
En þetta er auðvitað mjög misjafnt. Það eru
til vörur, sem eru framleiddar á svo einfaldan
hátt og krefjast svo lítillar vinnu, að þær má í
raun réttri kalla hráefni í annari mynd. Og um
það geta allir verið sammála, að það er enginn
fengur fyrir þjóðina, þótt slík ,,framleiðsla“
færist inn í landið. Hinn uppvaxandi íslenzki
iðnaður er ekki af þessari tegund og jafnvel þótt
finna megi dæmi, þá er það fjarstæða að marka
afstöðu til iðnaðarins í heild, eftir því. Það er
orðin svo há starfsmannatalan í íslenzkum iðn-
aði, að hún talar sínu máli. — Það hefir vita-
skuld orðið að verja miklu fé til þess að koma
iðnaðinum á laggirnar — í vélar, byggingar o.
s. frv. en gjaldeyririnn, sem sparast við það, að
framleiðslan er flutt inn í landið greiðir stofn-
kostnaðinn í flestum tilfellum á mjög stuttum
tíma.