Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Síða 10
8
Islenzkur iðnaður
Með því að skipta við
Eimskip vinnið
þér þrennt:
1. Fáið vörurnar fiuttar fyrir lægsta verð með
mesta öryggi.
2. Þegar þér ferðist fáið þér þægilega kiefa,
ágætan mat og góða aðhlynningu.
3. Styðjið um leið íslenzkt fyrirtæki og ís-
lenzkt atvinnulíf.
Skiftið eingöngu við Eimskip.
ekki að neinu leyti sambærilegur menntun húsa-
meistara. Þessvegna er það varhugavert, og er
brot á hinni þýðingarmiklu reglu um glögga
verkaskiptningu, þegar ýmsir ágætir fagmenn úr
hinum margvíslegu greinum byggingaiðnaðarins
taka sér fyrir hendur að uppfylla hlutverk húsa-
meistarans. Þessir fagmenn eru eflaust vel kunn-
andi á sínu sviði, og hafa ef til vill um fjölda ára
starfað að húsagerð, og telja sig því skilja til
fullnustu verk húsameistarans, og vera til þess
hæfir að leysa það af hendi. En eins og ég sagði
áður, þá þarf aðra og allmikið meiri menntun á
öðrum sviðum, til þess að verk húsameistarans
sé vel unnið, og er það ekki á valdi neins fag-
manns í einstökum greinum byggingaiðnaðarins.
Iðnaðarmenn ganga sjálfir á undan um verka-
skiptingu og vaka yfir því, að hún sé í heiðri
höfð, og ættu þeir því að skilja það, að þeir geta
ekki farið inn á sérsvið húsameistaranna.
Erlendis víðast hvar er því svo farið um þessi
mál, að uppdrættir eru þá fyrst gildir til sam-
þykktar, þegar húsameistari hefir áritað plöggin,
sem byggja skal eftir.
Væri sízt úr vegi að mál þessi yrðu einnig hér
á landi tekin til alvarlegrar yfirvegunar, og þá
einkum hér í Reykjavík.
Ástæðurnar fyrir slíku eru alveg þær sömu og
fyrir annarri verkaskiptingu í byggingaiðnaðin-
um, eða þær, að hér eru um svo mikil verðmæti
að ræða, að ófært er annað en að hvert verk sé
unnið af þar til hæfum mönnum.
Ég tel að þessari tillögu minni mætti koma í
framkvæmd með samvinnu milli húsameistar-
anna og hinna einstöku faggreina. Erlendis bygg-
ist þessi tilhögun á byggingarsamþykktum, og
gæti það orðið eins hér, ef ekki er önnur leið
fær.
Ég læt þessi orð nægja um verkaskiptinguna í
byggingaiðnaðinum. Hún er sjálfsögð og á að
vera sjálfri sér samkvæm í öllum atriðum, þann-
ig, að hvergi séu óskýr mörk.
Hörður Bjarnason.