Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Síða 18
16
íslenzkur iðnaður
Fyrir
atvinnuleitendur
Þekktur iðjuhöldur segir frá því, að hann fái
daglega tugi bréfa frá mönnum, sem lýsa því
nákvæmlega fyrir honum, hvað hann geti gert
fyrir þá. — Engum dettur í hug að minnast á,
hvað hann geti gert fyrir vinnuveitandann.
Iðjuhöldurinn ráðleggur þeim, sem sækir um
stöðu, eftirfarandi:
Reyndu að setja þig í spor vinnuveitandans.
Gerðu nákvæma sjálfsprófun; reyndu að
glöggva þig á því, sem bezt, á hvaða sviði þú
hefir hæfileika. Og hafðu þá ekki einungis í
huga verklægni eða æfingu þína á vissum svið-
um, heldur spurðu sjálfan þig á hverju þú hafir
einkum áhuga.
Tómstundastarf þitt (hobby), sem ef til vill
hefir bæði útheimt fé og fyrirhöfn, getur haft
mikla þýðingu í atvinnuleit.
Atvinnuleitandinn á að vita hvers konar verk
hann vill helzt vinna og telur sig hæfastan til.
Hann á að koma til vinnuveitandans með eitt-
hvað ákveðið í huga — helzt eitthvað nýtt. Það
er alltaf skortur á hugmyndaflugi.
Hið venjulega svar — að „engin staða sé laus“,
er venjulega þvættingur, segir iðjuhöldurinn.
Atvinnuleitandinn á að vita hvað hann vill —
taka eitthvað sérstakt fyrir og — halda sér svo
við það.
Magnús Thorlacius
málflutningsmaður
Hverfisgölu 9 Sími 1875
P. O. Box 752 Heima 4489
GólSar bækur til fól&gjafa.
ísland,
ljósmyndir af landi og þjóð.
Sendið þessa bók vinum yðar utan lands og
innan. Hún er falleg gjöf og vekur athygli á
landinu.
Læknirinn
eftir Victor Heiser.
Allir sem hafa lesið þessa bók, eru sammála
um, að þeir hafi aldrei lesið bók sem sameini
eins vel það skemmtilega og gagnlega. Margir
hafa álitið, að bókin fjallaði u mlæknisfræði,
og væri þess vegna ekki skemmtileg. En svo
er ekki. Höfundurinn, sem er læknir, segir
fr áþví sem á daga hans hefir drifið. Og ævi
hans er stórbrotin og viðburðarík, og hann sér
æfinlega björtu hliðina á hverju máli.
Fæst hjá öllum bóksölum.
Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju
Sími 4527.
íSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.