Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 2
TIL SYSTKINANN. A' • Það er nú liðinn langur tími síðan eg sendi yklcur kreðju í Bræðrabandinu, og þessar línur verða aðeins kveðja. eg stend sama sem ferðbúinn til að fara á fund í Washington, býst við að fara héðan síðast í þessurn mánuði (maí), ef ekk- ert sérst.akt kemur fyrir.. Þegar eg þá kem heim aftur, vona eg að geta sagt ykkur ýmislegt í fréttum. Starfið í vetur hefur verið mér gleðiefni að mcrgu leyti. Kirkjan var að vísu aldrei troðfull, en sóknin var jöfn fré byrjun til enda, og eftirtektin var góð. Þann maí var skírt hér í kirkjunni, 14 tóku stefnu með okkur þá, og aðrir, sem hafa tekið ákvörðun, verða skírðir seinna. Það gladdi mig mjög mikið að frétta utan af landí, að sum systkini komu saman til að biðja kl. 5 é sunnudögum, þegar samkomurnar áttu að byrja hér í Reykjavík. Guð blessi ykkur. Allar samkomur safnaðarins hafa verið vel,sóttar í vetur. Unaðslegt hefur verið að heyra bænir systkinanna stíga upp'til Guðs á bænasamkomunum á föstudagskvöldunum. Hvíldardagsskólinn hefur verið vel sóttur, og gjafirnar til heiðingjatrúboðsins hafa stóraukist. Ungmennasamkomurnar hafa verið mjög lærdómsríkar og skemmtilegar. Kórinn hefur æft mikið í vetur og verið hjálpsamur á ö.llum samkomum. Það cr annað en fyrst þegar eg kom hingað og varð að syngja án h hljóðfæris og oft einsöng. Guitaröldin hefur líka gripið um sig innan safnaðar- lUBHABANDIJ)

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.