Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 10
10 - Virðingarfyllst. ' Kristín L. Sigurðardóttir Aðalbjörg Sigurðardó'ttir Viktoría Bjarnadóttir Sigríður Ingimarsdóttir Jóhanna Knudsen Guðný Gilsdóttir Jóhanna Egilsdóttir" Andi spédómsins bendir berlega á, að þegar hreyf- ing um að afnema éfengisbölið hefjist, skuli Aðvent^ólkið stuðla að framgangi hennar eftir getu. Ofanritað bréf 'var fyrir skömmu sent forstöðukonu systrafélagsins "AÍfa" Reykjavík, str. Elínborgu Bjarna- dóttur. Bréfið var lesið upp á safnaðarsamkomu og var str. Elínborg með einrómasamþykkt kosin fulltrúi okkar til srmstarfs við framkvæmdanefnd þessa máls. . 1 forföllum henn- ar var' og kosin str. Hel&a Heið.ar. : Þess má vsnta að þessi hreyfing fái svo góðan byr hér í höfuðstaðnum,. að hún verði flutt út til allra lands- manna. 'Færi þá vel á því, að þið, systkini sem úti á landi búíð, leggið þessu máli lið eftir mætti, en auðvitað með skynsemd og í óttá Drottins. S. Hallgrímsson ■ ALEREI HEFUR nokkurt annað ljós skinið eða mun nokkurn tíma skína á fallna menn, héldur en það ljós, sem skín fré Kristi. Jesús, frelsarinn, ér það eina ljós, er getur lýst upp þann heim, sem liggur í synd. Það stendur skrifað um Krist, að í honum var "líf, og lífið var ljós mannanna." Jóh.1,4. .Það var með því að meðtaka þetta líf, að lærisveinarnir gátu orðið ljósberar. Líf Krists í sál- inni, kærleikur hans opinbéraður í lunderninu, gjörði þá að ljósi heimsins. ENGLAR FRl ríki dýrðarinnar bíða eftir því að geta miðlað sálum, sem eru að týnast, himnesku ljósi og krafti. Á hið mannlega verkfæri að bregðast framkvæmdum þess ^ætlunaz’ verks, er það hefur verið ákveðið til? Ef þetta á ser stað, þá mun heimurinn í sama hlutfalli verða rændur hinum fyrir- heitnu áhrifum Heilags-anda. BRÆÐRABANDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.