Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 3
- 3 . ins, og flestar ungar stúlkur leika nú á guitar. Gaman vasri ef hægt væri að mynda lítið orkestir með' fjórum eða fimm mismunandi hljóðfmrvim innan harla langs tíma. Ungmennahóp- urinn í Reykjavík stækkar stórum, og er það að miklu leyti barnaskólanum nð þakka. Eg trúi því fastlega að skólinn hér muni eiga mikla framtíð fyrir höndum, því annars hefði óvinurinn ekki réðist á okkur til að stöðva hann eins og hann hefur gert.. Og hann'er víst ekki hættur enn. Við getum að vísu ekki boðið upp á eins mörg þægindi og hægt er að fá í bæjarskólanum, en - þau áhrif, sem börnin fá hjá okkar kennurum, þar sem þau læra að trúa Guðs orði og virða það, vega margfalt upp á móti öllum þeim þægindum, sem áður eru nefnd. Höldum sem fastas't saman höndum un skólamá.l okkar. Guð gefi áð við einnig fáum bráðum skóla handa þeim, sem búin eru í barna- skólanum. Systrafélögin hafa starfað með sóma eins og áður. Margar flíkur hafa farið yfir hcfið til að klæðá hina bág- stöddu í Noregi og Danmörku, og mörg þakklætisbréf hafa syst- urnar fengið aftur frá þeim, sem hafa grátiö af fögnuði þeg- ar bögglarnir voru opnaðir og þeir sáu innihaldið. Já, eg hefi sjálfur tórfollt af gleði, fyrst þegar eg sá systurnar búa út bögglana, og svo þegar eg hef fengið að lesa þakk- lætisbréfin frá þeim, sem hafa fengið bögglana. Guð blessi það göfuga starf. Eg skrspp til Vestmannaeyja um daginn -og. var þar tæpn viku. Styrkjandi var að. sjá systkinahópinn þar aftury og hann hefur heldur ekki legið á lötu hliðinni. Eg hefi ekki þorað að sleppa sunnudegi úr, síðan eg byrjaði samkomu- haldið hér. og þvi er liðinn langur tími síðan eg var þar síðast. Vona eg að geta séð framan í mörg systkinaandlit síðan í sumar, þegar eg kem frá Ameriku aftur, ef Guð lofar. Eg hefi þá von að við getum í haust haft hór érs- fund. eins og við "höfðum hér a hverju ári aður en stríðið hyrjaði, og vona eg þá að sjá mörg systkini frá flestum þeim stöðum á landinu, sem þau eiga heima á. Reynið syst- kini að leggja áætlun ykkar þannig, að þoð megi takast. Eg get að vísu ekki sagt ykkur um tímann enn. mun gera það undir eins og eg hefi fengið það ákveðið með bræðrunum utan- lands, því okkur langar öll til að fá heimsókn utanað. BR-ÆÐRABANDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.