Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 4
- 4 - Við erum komin að þeim tíma fremur en nokkru sinni éður, að við þurfum að haldast í hendur um margt, og þar é meðel er líka atvinnan. Við þurfum að vinna að því að geta verið sjálfstæð með atvinnu, þar sem það er mögulegt. Bræðurnir, sem stunda sjó, þurfa að vinna saman og láta óvininn ekki tvístra þeim félagsskap, og eg þori að full- yrða, að slíkt samstarf með Guðs blessun, mun ekki bera lægra hlut úr býtum í bardaganum við náttúruöflin en almennt gérist hjá hinum.. Og hið sama er einnig hægt að segja um þa bræður, sem vinna í landi. Reynið að hjálpast að méð samstarfi, og til hinna ungu vil eg segja: Setjið ykkur takmörk í lífinu og notið hinar dýrmætu lífsstundir ykkar vel, svo þið náið fram. Of margir réfa stefnulausir um á vorum dögum. Við höfum ekki tíma til slíks iðjuleysis, og svo er stefnuleysi og iðjuleysi rót alls hins illa, sem við 1 dag erum sjónarvottar að. Áð lokum vil eg reyna að svara einni spurningu, sem svo oft kemur fram í huga okkar allra, og hún er þessi: Hvernig má bost halda kristindómslífinu okkar við? Því sunv- ir vilja stundum þreytast á veginum heim. Svarið sem Moody gaf við víst tækifæri er þetta: "Systir, eg skal segja þér. hvernig þú getur það: Notaðu 15 mínútur daglega til að tala við Guð, og svo, notaðu 15 mínútur þar sem þú lætur Guð tala við þig við lestur Orðsins, og notaðu 15 mínútur til að tala við aðra um Guð." Svarið er dásamlegt. látum oss öll reyna sannleiksgildi þess. Ykkar oinl. bráðir 0. J. Olsen Síðan greinin var skrifuð, hafa þær tálmanir orðið, að erfitt hefur verið að fá vegabréf fra Yíashington í tæka tíð, svo eg er ófarinn enn. (7/6.194-6) 0.J.0, Kærleikur Guðs gjörir meira en halda manninum frá því að aðhafast það, sem illt er. Hann er framkvæmdascm meginregla, 'lifandi uppspretta, er ávallt streymir öðrum til blessunar. BRÆ-ÐRABA-NDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.