Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 6
- é -
Arthur W. Spaláing;
"M ö D I R 1 1 S R Á E L"
Það hafa verið margir miklir menn og miklar konur
é öllum tímum, en sumir meðal þessara hafa lítið látið á sér
bera, og þess vegna ekki notið upphefðar meðal mannanna,
Þeir menn, sem komist hafa hæst að metorðum og haft
mikil áhrif á ráðstefnum, eða verið hátt settir við hirð
konunga og keisara, eru mikils metnir. Aftur á móti þeir,
sem hafa þroskað heilbrigða og haldgóða lyndiseinkunn hvað
sig og aðra áhræris, svo þeir varu færir um að mæta viðfangs
efnum lífsins og vinna andlega sigra á öllum sviðum. Þess-
ar sálir eru £ sannleika sagt mestu mikilmennin, þrátt fyrir
það þott nöfn þeirra séu ekki feitletruð á blöðum sögunnar.
Mæður og feður, sem lagt hafa grundvöllinn að þeirri lyndis-
einkunn, sem hvatti sonu þeirra og dætur til að lifa lífi
sinu til blessunar fyrir mannkynið, eru sannarleg mikilmenni
og verðskulda virðingu.
Mörg móðirin, sem reynst hefur trú í því, sem virð-
ist vera lítilsvirði, er verðug þess, að verða sett yfir
mikið. Það er í tilefni af þessu, að str. E.G.White skrif-
ar eftirfarandi: "Nöfn þeirra(þ.e.mæðranna) hafa ekki verið
tekin til greina í heiminum, en víst er, að þau eru skrif-
uð í lífsbók Lambsins. Það er athuguull Guð í himninum, og
ljósið og dýrðin frá hásæti hans hvílir yfir hiniim trúföstu
mæðrum, þegar þær kappkosta að uppala börnin sín til að
standa á móti spillandi éhrifum. Ekkert hlutverk er til,
sem hægt er að samlíkja við þetta mikilsvarðandi starf.
Hlutverk móðurinnar er að uppala og þroska mannsélina til
samræmis við guðdóminn."
Lifað hafa á ýmsum tímum sérstakar mæður, sem sáð
hafa áhrifum símun, ekki einungis innan sinna eigin heimila,
heldur hafa þau náð til allrar heimsbyggðarinnar. SÍlk móð-
ir í Israel var sú, sem eg vil hér tala um. Líf hennar var
tileinkað þjónustu samtíðarmanna hennar og sórstaklega þeim,
sem fylgdu sömu stefnu í trúaratriðum. Þrátt fyrir þó hún
E R ZS'D RABANDID