Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 12
12 - TÍMI KRftlTAVEaKAKNA ER BQi EKKI HJÁ LlBPtti A stríðsárunum áttum við að minnsta kosti $00 lækna í ameríska hernum. Br. Dunbar, sem er leiðtogi æskulýðs- hreyfingar okkar í heiminum, skýrir frá einum 'þeírra:. Hann var með á skipi einu, er lenti í mikilli sjó- orustu á Kyrrahafinu. • Er han'n var ohnum kafinn við nð hjúkra hinum sjúku niðri í skipínu, var hann allt i e-inu eins og knúinn til að biðja Guð uri vernd. Hann kraup á knó og bað Drottin innilega um að vernda þá alla. Rétt á eftir heyrði hann dauft högg á skipið, og litlu síðar annað högg, en hann haf því engan gaum og hélt áfrem að stunda sjúklingana. Skömmu seinna skrapp hann upp á þil'farið. 'Þá var orustan rénuð og rétt um garð gengin. Tveir liðsforingjar stóðu og töluðu saman. "Þetta er hið merkilegasta, sem eg nokkru sinni hefi lifað," sagði annar þeirra. "Eg hefi heldur aldrei nokkru sinni áður séð neitt slíkt'," svaraði hinn. Læknirinn gekl; til þeirra til að fá að vita, hvað skeð hafði, og einn liðsforingjanna sagði: "Eitt af óvinaskipunum sendi tundurskeyti gegn okk- ur. Sáum við að það stefndi beint í áttina til oki-.ar. Hitti það hlið skipsius'og gerði háan hvell, en sprakk ekki. Hétt á eftir kom annað, það hitti einnig mark, en sprakk ekki heldur. Slíkt hefur enginnokkar áður seð. En það sem enn merkilegra var, var það-, áð þriðja tundurskeytið kom. Það stefnii á mitt skipið, en rétt áður en það var komið alveg að okkur, sökk það og hvarf í djúpið.- Það er krafta- verk að við erum á lífi." Kú skildi læknirinn, 'hvers vegna hann hafði þurft að biðja um vernd. Guð er undursamlegur Guð. (Missionseftirretninger, apr.194-6) ++ ++++++ +++++++++++++++++■+++++ ++++++++'+ ++++*♦+++♦+++■++++++♦+ + + + B RÆ ÐR A B AN. D I Ð Safnaðarblað S.D.A. á Islandií + Afgreiðsla í Ingólfsstr. 19 + + Reykjavík, posth. 262, sími 3899 - Blaðið er ókeypis. + Ritstj.: Sigfús Hallgrímsson ++++++ + + ++(••+++++ + + +++ +++ + + ++++++++ + + +++++ + ++++++++++ + ++++ + + +

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.