Bræðrabandið - 01.08.1962, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.08.1962, Blaðsíða 5
Bls. 5 - Bræörabandiö - 7.8.'62 smærri fórnargjafir - og þó vanalega stærri. Oft var eg undrandi yfir þvx, hvaö fátæk einstæöings kona gat látiö mikiö í té til framgangs málefni Drottins. Ekki var sú starfsgrein til innan okkar félags, sem hún studdi ekki meö stórgjöfum - og ekki gleymdi hún heldur líknarstarfi systranna. En sá sem elskar mikiö, fórnar miklu. Trúmennska hennar varð ekki dregin í efa. Aöeins örfáum dögum áöur en hún dó, skrifaði hún mér bréf, sem eg fékk eftir að eg frétti andlát hennar. Þetta stutta bréf hennar lýsir henni sjálfri svo vel, að eg leyfi mér að birta það hér orðrétt: '’Kæri bróöir í Drottni. Guð blessi þig. Nú sendi eg Alheims- trúboöinu 1100 krónur. Nú er eg veik, og eg er búin aö vera þaö síöan í enduöum marz. Eg bið söfnuöinn að biöja fyrir mér. Og eg játa fyrir Drottni og söfnuöinum, aö eg hefi verið ónýtur þjónn. Og x veikleika mínum hefi eg beöið til Guös eins og tollheimtumaðurinn. Meö ksrri kveöju til allra." Þannig var hugarfar þessarar konu. Jaröarförin fór fram í heimasveit hennar og önnuöust hana vandamenn. Blessað veri nafn hennar og minning okkar á meðal. M:H: r ALFA, REYKJAVÍK Ef Guð lofar verður basarinn okkar haldinn 4. nóvember n.k. Basarinn þjónar margþættu hlutverki, svo sem okkur er kunnugt - þess vegna má hann aldrei dala. Elzti stuðningsmaður okkar á s.l. starfsári var systir, sem nú er á hundraðasta aldursári sínu, en sá yngsti var 5 ára gömul stúlka. Hér er ekki að ræöa um neitt aldurstakmark, allir geta eignast hlutdeild í því starfi, sem verið er að framkvæma - aö líkna þeim, sem líða. Basarinn er hentugt tæki til að sameina okkur í því. Af reynslu við þekkjum að þörfin er mörg: þaö vantar fátæka klæöi og björg og ylgeisla samúðar sanna, Já, þá reynir mikið á meðbræöra önd, sem megnar að rétta þeim líknandi hönd og kærleika kristinna manna. Hver og einn getur lagt fram sitt lóö eöa pund og þannig orö- iö virkur þátttakardi í því að rétta kærleiksríka hjálpar hönd: hinum sjúku, sem líða og þjázt - hinum fátæku, sem af ýmsum ástæöum veröa útundan í lífinu - hinum vonsviknu, einmana og yfirgefnu, þeim,

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.