Bræðrabandið - 01.08.1962, Page 12

Bræðrabandið - 01.08.1962, Page 12
gLs. 12_-_Bræörabandið - 7.8.'62 sem yarið er til byrjunar triíboðsstarfs á nýjum stöðum. 5. Að öll systkinin séu hvött alvarlega til daglegrar rann- sdknar hvíldardagsskdla-lexíunnar. 3. tillaga - Ungmennastarfið. Þar eð við viðurkennum, að tilraunir okkar til þess að vinna, varðveita og mennta ungmenni okkar, verða að aukast, og þar eð við höfum fræðslu um hið mikla átak, sem okkar unga fálk getur afkast- aö ef því er leiðbeint á ráttan hátt, og þar eð við vitum aö við lifum á siðferðisspilltum og erfiðum tímum, með freistingar og gyll- ingar, sem ekki eiga sinn líka í sögunni, og söfnuðurinn. sér hina ungu glata áhuganum fyrir sannleikanum og ganga áb í heiminn, mælum við með því: 1. Aö stofnaður verði bænahringur foreldranna, myndaður af foreldrum safnaðanna, sem leita Guðs við byrjun hvíldardagsins vegna sinna eigin barna og annarra. 2. Að leiðtogar ungmennanna hafi ætíð í huga meginreglur og starfsaðferðir okkar samtaka, og að hin bezta samvinna ríki þar milli allra aðila, til þess að halda þeim uppi. 3. Aö meiri áherzla veröi lögð á aö móta andlegar venjur hinna ungu. 4. Aö hinn géði áhugi fyrir "jáníort,starfinu (JMW) haldist og aukist til þess að gera starfið sem skemmtilegast fyrir þátt- takendur. 5". Að foreldrar, systkini og aðrir ábyrgir aðilar í söfnuöin- um leitist viö aö uppörva og hjálpa öllum "júníorum*' og unglingum til þess aö koma á ungmennamétum. 6. Aö konferensinn athugi möguleikann á því, að fá meiri bék- menntir þýddar á íslenzku, og geri einnig sitt ýtrasta til þess, að málgagn ungmennanna, "Viljinn", verði sá tengiliður milli hinna ungu, sem það á aö vera og eins fjölbreyttur og mögulegt er. 7. Að konferensinn athugi möguleikann á því, að veita ungum foreldrum kost á fræðslu um uppeldismál. 4. tillaga -_Heimatráboðiö Með tilliti til fræðslu Anda spádémsins um gildi þess að safnaðarmeðlimir taki þátt í fullnun verksins, samþykkjum við: 1. Að reyndar verði nýjar aðferðir í hagnýtu tníboösstarfi og fræðsla veitt safnaðarmeðlimum til frekari þátttöku. 2. Aö allir safnaðarmeðlimir breiði út trú sxna á skipulags- bundinn hátt með persénulegum áhrifum í daglegu lífi, í umgengni við aðra, og notfæri sér þá hjálp, sem fyrir hendi er, til þess að vinna einn eða fleiri fyrir Krist. 3. Að við reynum enn betur að ná til sem flestra landsmanna með békmenntum okkar, bæði á íslenzku og öörum tungum. 4. Aö við hvetjum meðlimi okkar til að taka þátt' í haustsönun- inni af heilum hug, og að við vinnurn að því takmarki að fá að minnsta kosti 80% meðlimanna til þess að taka þátt í henni. 5. Að við á allan hátt styrkjum systurnar í líknarstarfsemi þeirra. 6. Aö við athugum möguleikann á því, að líknarstarfsemin veröi framkvæmd samkvæmt reglum þeim, sem gefnar eru í hinni nýju handbék Aðal-samtakanna um líknarstarfsemi. 7. Að frekari athuganir verði geröar á möguleikum fyrir stofn- un elliheimilis í starfssvæði okkar, svo aö aldraöir safnaðarmeðlim- ir eigi kost á samdvöl með trúsystkinum sínum.

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.