Viljinn - 01.01.1947, Blaðsíða 12

Viljinn - 01.01.1947, Blaðsíða 12
- 12 - UNGLINGASKÓLINN Eins og flestum ykkar er kunnxigt um, hefi eg verið mikið í ferðalögum rni síðustu mánuðina, jáf alveg síðan í júlí síðastliðið sumar. Nú' síðustu vikurnar hefi eg verið í Vestmannaeyjum, og um þá ferð vil eg segja nokkur orð í næsta tölublaði Viljans. 1 næstu viku, eða hinn 19. februar, liggur leiðin yfir hafið einu sinni enn; í þetta skipti til Danmerkur, til að vera viðstaddur 'á mikilvægum fundi, er haldin verður í Skotsborg. Við höfum margsinnis lagt leið okkar út í sveitina til að líta á staði ,þar sem við gætum haft unglingaskála okk- ar í framtíðinni. Athygli okkar hefir nú beinst sárstaklega að bæ einum í Ölfusi; það hefir ekki enn verið samið við búndann um endanlegt verð, en það mun verða gert innan skamms. Um þetta mun eg einnig skrifa nánar í næsta tölublað. Þegar við nú eigum að koma slíkri skólastarfsemi af stað-, vil eg enn einu sinni taka það fram, að það verður "Grettistak", er við þurfum öll að sameinast um, því að þe3si skóli'verður ekki einungis í þágu eins safnaðar, heldur fyrir öll ungmenni okkar, hvar sem þou eru á londinu, og margir unglingar hafa skólagöngu £ hyggju. Það vor mér gleði að sjá þann áhuga, er í ljós, kom, þegar "Skálinn" var reistur í Miðengi, og eg veit, að eg verð ekki fyrir vonbrigðum með tilliti til öflugrar þáttöku bæði í fjár-* framlögum og starfi, þegar sliku málefni, sem skólastarfsemin er á að koma í framkvæmd. Við höfum nú þegar fengið loforð um mikla vinnu gefins, og eg veit, að fleiri fylgja því dæmi. Einnig þurfxan við á meiri fjármunum að halda. Með semeigin- legri viðleitni ættum við að komo af stað fyrirmyndar skóla, og mun Guð blessa ríkulega. En, sem sagt, meira um þetta næst Bestu kveðjur til ykkar allra. Ykkar bróðór og vinur . . . 0. J. Olsen ++++++++++++++++++++++++++++•++++++++++++++++++++++++++++++++ X X + VILJINN Bloð Aðventæskunnar á Islandi - + Argangurinn kostor kr 3*50 - + Ritstj.: Júlíus Guðmundsson, Bárustíg 13 Vestm.ejijvim + Afgreiðslan er í Ingólfsstræti 19 Rvík. (Pósth. 262) + ♦ + ♦ + + + + ♦ + + + + ++ + + + ♦ ++ + ++ + ++ + + + + + + + 4- -f + + +++ + + + +++ + + + + ++ ++ ♦ ++

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.