Viljinn - 01.01.1947, Blaðsíða 8

Viljinn - 01.01.1947, Blaðsíða 8
8 ÖELÖG TVEGGJA PILTA Hinn frægi ameríski prestur, Gr, Talmadge, segir frá eftirfarandi atburði í einni af prédikunum sínum: Fyrir mörgum árurn stóðu tveir ungir piltar Yið dyr leikhúss nokkurs í n New York.■ Þeir voru að hugsa um að fara inn til þess að sjá siðspillandi lcik, sem mikið var talað um á þeim tíma. Báðir þessir piltar voru frá góðum og kristilegum heimilxun. Þeir vissu því að það var rangt að fara inn og horfa á leik þennan. En þeir fóru samt. Þegar þeir komu að dyrum leikhússins, stansaði annar þeirra og hélt heimleiðis. En löngunin til að sjá leikinn hafði enn ekki yfirgefið hann, og hann fór því í annað sinn á stað í því skyni að fara í leikhúsið. En er hann kom að dyrxim leikhússins, vantaði hann þó kjark til að fara inn. Er hann hafði hugsað sig um litla stund, tók hann fasta ákvörðun og fór rakleitt heim. Hinn pilturinn var þegar kominn þangað inn. Þetta ákvað örlög þessarra tveggja pilta. Sá, sem fór inn að sjá leikinn, féll eftir það í hverja freistinguna á fætur annari. Og er hann þannig dróst inn í hringiðu.syndar og ljéttúðar, sökk hann dýpra og dýpra. í þessu aumkunarverða ástandi dó hann loks, án þess að nokk- ur vonaretjarna. virtist lýsá upp hina dimmu leið hans. - Hinn pilturinn stendur hér í dag og þakkar Guði, sem hefur leyft honum að prédika frelsandi náð Guðs. Eg er þeesi pilturi LITLA MATTIE MAE V/IATT, hafði sparað saman 57 cent. þegar hún var dáin, fannst þetta fé vafið innan í pappírsm- miða og utan á var skrifað: Þetta á að hjálpa til að stækka kirkjuna svo fleiri börn geti komið á sunnudagaskólann". Þessi atburður var notaður til að safna fé til fyrirtækisins, og eftir 5 ár ver 57 centa sjóðurinn orðinn að 250 þúsund dollurum. Guð einn veit hve miklu fórn barnsins hefir komið til le.ið.ar ti,l eflingar Guðs ríki. VI L J I N N

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.