Austurglugginn - 30.04.2010, Síða 1
ISSN1670-356116. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 30. apríl Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
,,Það er enginn vafi í mínum huga á að styrkur þessa svæðis verður
betur nýttur með auknu samstarfi,“ segir Helga Jónsdóttir, bæj-
arstýra í Fjarðabyggð í samtali við Austurgluggann. Hún lýkur
störfum fyrir Fjarðabyggð í júní nk.og margt bendir til að næsti
bæjarstjóri komi úr röðum heimafólks. Nánar bls. 2.
Ellefu framboðslistar hafa litið dagsins ljós á Austurlandi,
en óðum styttist nú í sveitarstjórnarkosningar sem fram
fara 29. maí nk. Frestur til að tilkynna framboð rennur út
8. maí. Framboðin hafa sig lítt í frammi enn sem komið
er og því von á stuttri og snarpri baráttu.
Nánar bls. 8-9
Konan sem nútímavæddi
Fjarðabyggð
Ellefu framboð og flest ennþá værukær
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
á Reyðarfirði
Landflutningar á Reyðarfirði hafa flutt
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-18:00.
Nýja heimilisfangið er:
Landflutningar-Samskip
Nesbraut 10 · 730 Reyðarfjörður
Sími 458 8840
landflutningar@landflutningar.is
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
www.svn.is
Með hákarl
á síðunni
Bræðurnir Björgvin og Heiðar Sveinssynir á trill-
unni Sæfara NK 100, fengu þriggja og hálfsmetra
langan hákarl í netin hjá sér er þeir voru á grá-
sleppuveiðum við Dalatanga í Mjóafirði nú á dög-
unum. Hákarlinn var allt of stór til að hægt væri að
ná honum um borð, auk þess sem hann sat fastur
í netinu. Þurfti því að sigla í land með hann hang-
andi á síðu trillunnar nokkurn spöl og fylgdi sög-
unni að þegar í land var komið hafi hákarlinn enn
verið lifandi.
Þeir bræður eru duglegir að verka og selja hákarl og
voru þetta því óvænt uppgrip í gráslepputúrnum,
en heldur hefur verið rólegt á þeim vettvangi enda
margir um hituna þetta árið.
Grásleppukarlar fengu óvæntan en heldur stórkarlalegan glaðning í netin hjá sér
í vikunni. Mynd/Þóra Elísabet Valgeirsdóttir.