Austurglugginn - 30.04.2010, Síða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 30. apríl
BARÁTTAN UM BRAUÐIÐ
Það er þungbært að vera bjargarlaus. Það er þyngra en tárum taki að
geta ekki unnið fyrir sér, annað hvort vegna þess að enga vinnu er
að hafa, eða vegna heilsuleysis. Það er samt andstyggilegt að vita
af fólki sem virðist hreinlega vilja vera á atvinnuleysisskrá og gerir
allt mögulegt til að forðast að vera ráðið í vinnu. Við vitum af slíku fólki
og erum ekki hrifin af því. Það spillir fyrir þeim sem raunverulega þurfa á
atvinnuleysisbótunum og bráðnauðsynlegri þjónustu Vinnumálastofnunar
og fleiri stoðstofnana að halda.
Hátt í sautján þúsund manns eru atvinnulaus á Íslandi. Næstum helmingur
allra á atvinnuleysisskrá er ungt fólk, undir 35 ára aldri. Næstum níu þúsund
manns hafa verið atvinnulaus í meira en hálft ár. Tuttugu og fjögur þúsund
íslensk heimili eru í greiðsluvanda vegna skulda og langflestar þeirra fjöl-
skyldna eru með börn.
Ástandið er skást á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og svo á Austurlandi,
þar sem tæplega fjögur hundruð manns eru atvinnulaus, þar af ívið fleiri
konur.
Verkalýðsfélögin gegna lykilhlutverki í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi.
Verkalýðsfélaganna er að verja hlut þeirra lægst launuðu, að verja kjör launa-
fólks. En við, fólkið í þessu landi, þurfum að skilja að þessi félög eru ekki
neitt nema við, launþegarnir sem á bak við þau stöndum. Ef við erum ekki
tilbúin til að standa á kröfum okkar, láta í okkur heyra og sverfa til stáls ef
með þarf, er verkalýðshreyfingin aðeins hlægilegt bákn og minnismerki horf-
ins tíma þegar samtakamáttur var til einhvers og gat raunverulega knúið
fram breytingar.
Sanngirni er vissulega þörf nú sem endranær og ekki jarðvegur til að gera
annað en hófstilltar kröfur. En það er kristaltært og svo ákaflega sorglegt að
íslensk alþýða, sjálft hryggjarstykkið í samfélaginu, horfir fram á mörg mögur
ár vegna þess að siðblindingjar og ójöfnuðarmenn töldu sig geta blóðmjólkað
þjóð okkar og innviði að vild. Og nú skulu þessir sömu aðilar horfast í augu
við þær fjölskyldur sem eru að missa allt sitt og skammast sín, skammast sín
út yfir gröf og dauða. Það er þungbært að vera bjargarlaus.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Steinunn Ásmundsdóttir
frett@austurglugginn.is
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Erla Sigrún Einarsdóttir
Fréttasími: 477 1750
frett@austurglugginn.is • www.austurglugginn.is
Auglýsinga- og áskriftasími: 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 854 9482 - kompan@vortex.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Áskrifendur Austurgluggans eru beðnir velvirðingar á því að greiðsluseðlar með
rangri áskriftarupphæð voru sendir til þeirra í lok síðustu viku. Þeim seðlum
má fleygja og vonandi hafa nú þegar borist greiðsluseðlar með réttri upphæð til
áskrifenda. Rétt er og skylt að árétta að áskriftargjaldi fyrir blaðið er stillt í hóf
svo sem frekast er kostur og er það fjórtánhundruð krónur á mánuði.
Arion banki efndi til námskeiðs um
fjármál heimilanna á Egilsstöðum í
síðustu viku. Breki Karlsson, forstöðu-
maður Stofnunar um fjármálalæsi við
Háskólann í Reykjavík, fjallaði þar
um ýmsa þá þætti sem lúta að fjár-
málum heimilisins, svo sem vexti,
verðtryggingu, verðbólgu og áhrif
hennar, sparnað og um mismunandi
tegundir lána. Um 20 manns nýttu
sér námskeiðið á Egilsstöðum.
Ágústa Björnsdóttir, útibússtjóri
Arion banka á Egilsstöðum, segir
mikilvægt að fólk efli með sér fjár-
málalæsi svo það geti sjálft lagt mat á
stöðu fjármála sinna, svo sem með því
að skilja áhættu í lántökum og ávöxt-
unarleiðir fyrir sparifé. Námskeiðið
um fjármál heimilanna sé hluti af fyr-
irlestraröð og fræðsluátaki á vegum
bankans, sem hugsað er til að koma
til móts við brýna þörf viðskipta-
vina fyrir haldgóðar upplýsingar og
fræðslu um nýtt efnahagsumhverfi.
Stofnun um fjármálalæsi við HÍ var
stofnuð fyrir hvatningu ríkisins eftir
hrunið. Arion banki er aðalstyrkt-
araðili stofnunarinnar. Bankinn gerði
samstarfs- og styrktarsamning við
hana, sem m.a. felur í sér að stofn-
unin leiðir fræðslufundi Arion banka
um fjármál. Sjá www.fe.is.
Vegna aðsendra
greina:
Talsvert af efni bíður nú birt-
ingar í Austurglugganum og
eru lesendum þakkaðar forvitni-
legar greinar og ljósmyndir, sem
munu birtast á síðum blaðsins
innan tíðar. Að gefnu tilefni er
þó vert að minna fólk á að lengd
lesendabréfa verður að takmark-
ast við 700 orð, ekki síst nú í
aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga. Innsendar greinar fara í
birtingarröð.
ritstj.
Alþjóðlegi hláturdagurinn er hald-
inn hátíðlegur fyrsta sunnudag í maí
á hverju ári. 2. maí í ár munu tugir
þúsunda hláturklúbbafélaga vítt og
breitt um heiminn, fjölskyldur þeirra
og félagar, koma saman á torgum,
görðum og samkomusölum, hlæja
innilega saman og biðja fyrir heims-
friði. Allur almenningur er hvattur til
að nýta þennan dag sérstaklega til að
hlæja hvar og hvenær sem því verður
við komið.
Alþjóðlegi hláturdagurinn er sprottinn
úr hláturjóga, jógaaðferð sem á rætur
sínar að rekja til indverska læknisins
Madan og ársins 1995. Hláturjóga
hefur breiðst út um allan heiminn og
eru nú yfir sex þúsund hláturklúbbar
í 65 löndum. Í hláturjóga hlæja menn
án sérstakrar ástæðu, kímni, brand-
ara eða gríns. Litið er á hlátur sem
líkamsrækt, hún er iðkuð í hóp og
byggt á augnsambandi og barnslegri
leikgleði. Það sem byrjar ef til vill sem
þvingaður hlátur breytist undurfljótt
í raunverulegan hlátur og gerir lík-
ama og sál einkar gott. Hláturjóga
og hláturklúbbar hafa vakið mikla
athygli og þykja raunveruleg aðferð
til aukinnar velsældar fólks.
Alþjóðlegur hláturdagur
haldinn hátíðlegur 2. maí 2010
Fjármálalæsi eflt
Afsökunarbeiðni vegna rangra greiðsluseðla
Sorphirða | Fjarðabyggð og Íslenska gámafélagið hafa gert með sér sorp-
hirðusamning til næstu sex ára. Breyta á áherslum frá núverandi fyrirkomu-
lagi og auka þjónustu við íbúa. Auka á endurvinnslu, draga eftir mætti úr
úrgangi til urðunar og lengja með þeim hætti endingartíma urðunarstaðar
Fjarðabyggðar í Þernunesi í Reyðarfirði.
Söluskálar | List án landamæra er listahátíð fatlaðra og ófatlaðra og er
haldin víða um land. Egilsstaðir er eini staðurinn á Austurlandi sem er
þátttakandi að þessu sinni.
Dagskrá hefst 1. maí kl. 14 í sláturhúsinu - menningasetri á Egilsstöðum, með
opnun þriggja sýninga og ,,geðveiks“ kaffihúss Kvenfélagsins Bláklukkna.
Kl. 19 hefst dagskrárliðurinn Svangar skálar - einstakt súpukvöld, sam-
vinnuverkefni Anne Kampp leirlistakonu og Bláklukkna. Fólki gefst þá
kostur á að kaupa sér súpu og brauð og fær að eiga súpuskálina fyrir 3.500
krónur. Aðeins eru fjörtíu skálar í boði og engin eins. Þetta kvöld ætlar
Fljótsdalshérað að heiðra Ernu Friðriksdóttur fyrir frábæran árangur og
ástundun á skíðum.
Reikningsskil | Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á sveitarstjórnarlögum
nr. 45/1998 sem kveða á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sé
heimilt að setja reglugerð sem mæli fyrir um ársfjórðungsleg skil sveitarfélaga
á upplýsingum úr bókhaldi sínu og reikningsskilum. Með þessari breytingu
á að tryggja að ráðuneytið, eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðrir
opinberir aðilar og Samband íslenskra sveitarfélaga geti fylgst betur með
framvindu og þróun fjármála sveitarfélaganna.
Landsliðsúrtak | Tvær stúlkur frá fimleikadeild Hattar eru að fara í lands-
liðsúrtak í hópfimleikum 1. maí í Reykjavík. Þetta eru þær Valdís Ellen
Kristjánsdóttir og Sara Þöll Halldórsdóttir, báðar reyndar fimleikakonur hjá
Hetti. Fimleikasamband Íslands er að mynda fyrsta unglingalandsliðið í hóp-
fimleikum sem mun keppa fyrir Íslands hönd á næsta keppnistímabili.
Bjarni fundar | ,,Þegar við gengum til kosninga síðasta vor, var
Sjálfstæðisflokknum refsað,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, á stjórnmálafundi á Reyðarfirði á þriðjudag. ,,Ég get sagt
við hvern þann sem hefur einhverjar efasemdir um það, að við heyrðum
skilaboð kjósenda á síðasta ári. Við gerum okkur mjög vel grein fyrir því að
fólki fannst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði brugðist og það þyrfti að gera
upp þennan tíma og koma fram með sýn um hvernig menn ætluðu að draga
af þessu lærdóm.“ Nánar í Austurglugganum í næstu viku