Austurglugginn - 30.04.2010, Blaðsíða 12
12 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 30. apríl
Okkar sérstaða felst í gæðum og fagmennsku.
Starfsfólk Hótel Héraðs
Upplýsingar og borðapantanir
í síma 471 1500 eða á herad@icehotels.is.
Sunnudagar til sælu...
Alla sunnudaga brunchhlaðborð
frá kl. 11:30 til 14:00
Með öllu því helsta sem tilheyrir alvöru brunch.
Fyrir ömmu og afa, vinahópinn, saumaklúbbinn,
sælkera og að sjálfsögðu börnin.
Verð á mann 2.800,- Börn 6 -12 ára greiða hálft
gjald og FRÍTT fyrir börn 5 ára og yngri.
Ég er fullur af þakklæti, ég vil þakka öllum þeim sem hafa vit fyrir mér og
stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði mínu...
Ég vil þakka menningarelítunni fyrir að segja mér hvað er list og hvað ekki,
svo ég hafi alls ekki gaman að bíó-ferðum, vídeó-kvöldum, fótbolta eða
annarri lágmenningu, að ég tali ekki um að þurfa að berja augum slíkar fata-
druslur og sáust í sjónvarpinu á eurovision-kvöldinu.
Ég vil þakka hollustuvernd fyrir að forða mér frá því að geta keypt óger-
ilsneydda mjólk, enda augljóst hve bændasynir og -dætur, sem drukkið
hafa beint úr spena, eru mun verr gerð en jafnaldrar þeirra í þéttbýlinu, sem
aldrei neyta neinnar vöru nema gerilssneyddrar og í vagumpakkningum, ...
nema kannski kannabiss.
Ég vil þakka femínistum fyrir að forða mér frá því að geta barið augum fagra
konu dillandi sér í kringum súlu, enda alveg ljóst að við það gæti villidýrið
í mér brotist út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, enda er ég karlmaður og
því stórhættulegur umhverfi mínu ef ítrasta öryggis er ekki gætt.
Ég vil þakka mjólkurfræðingum, sem áður tóku gerlana úr mjólkinni, fyrir
morgunmatinn sem þeir búa til fyrir börnin okkar, ... fullan af erlendum
innfluttum gerlum á móti 50% af ekta hvítum hollustu-sykri.
Ég vil þakka mannanafnanefnd fyrir að þurfa ekki að horfa uppá nöfnin Elíeser
og Elisabeth í íslensku máli, enda höfum við þjóðleg íslensk mannanöfn
eins og Kira, Asírí, Rúbar og Melkíor.
Ég vil þakka ríkisstjórninni fyrir að hækka álögur á eldsneyti og ferðalög og
sérstaklega vil ég þakka framkomnar hugmyndir um gjald fyrir að fara til
Reykjavíkur, enda eiga menn að forðast þann stað eins og pestina.
Ég vil þakka heilbrigðisyfirvöldum fyrir að forða mér frá að geta keypt og
borðað stórhættulegt bakkelsi eða annað júkk beint frá býli, þar sem ekki
eru einu sinni 5 vaskar í eldhúsinu, og auk þess húsfreyjur í sveitum örugglega
sóðar og kunna alls ekki að baka vöfflur eða tertur svo hættulaust sé.
Ég vil þakka samgönguyfirvöldum fyrir að vernda helstu náttúruperlur
okkar fyrir ágangi ferðamanna, með því að hafa vegi að þeim gjörsam-
lega ófæra mestan part ársins. Ég vil af sömu ástæðu þakka landvörðum og
Umhverfisstofnun fyrir að banna alla uppbyggingu á ferðamannastöðum,
enda geta þessir andskotans útlendingar bara haldið sig í Reykjavík enda er
öll menningin þar.
Ég vil þakka stjórnvöldum fyrir að banna bjórauglýsingar í íslenskum miðlum,
enda hafa íslenskar auglýsingastofur og prentsmiðjur allt of marga starfs-
menn. Ef menn vilja endilega auglýsa bjór á Íslandi verður að semja við erlend
tímarit og sjónvarpsstöðvar.
Ég vil þakka málfarsráðunauti fyrir að þurfa ekki að hlusta á ónefnið „mexí-
kani“ í fótboltalýsingum, enda „mexíkó-maður“ eða „mexíkói“ mun þjálla
og betra orðalag.
Ég vil þakka lögregluyfirvöldum fyrir að banna ógætilegan akstur og stráks-
skap erlendra þáttastjórnenda, þeir gætu farið sér að voða enda óvanir svona
áhættum. Svo höfum við Íslendingar enga þörf fyrir að sýna íslenskt landslag
og náttúruöfl fyrir 350 milljón manns, sem horfa á TopGear, í jákvæðu ljósi.
Ég vil þakka ríkisstjórnum síðustu áratuga fyrir að standa dyggilegan vörð
um háan flutningskostnað á landsbyggðinni, enda gæti jöfnun hans komið
niður á verslun í Kringlunni eða Smáralind, hver vill það ?
Bréf til blaðsins
Þakklæti
Sigurður Ragnarsson skrifar:
Þróunarfélagið
ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS
Veistu hvað við getum gert fyrir þig?
Þróunarfélag Austurlands og Vaxtarsamningur Austurlands
Athugaðu málið á www.austur.is
Ég vil þakka íslenskum flugmálayfirvöldum og markaðsaðilum ferðamála
fyrir umhyggju sína og natni við rekstur alþjóðaflugvallarins á Egilsstöðum,
nóg var hann nú dýr samt svo ekki sé verið að stuðla að óþarfa sliti og bens-
ínmengun með aukinni umferð um völlinn.
Ég vil þakka forseta landsins fyrir að hræða þessa fáu túrista sem hingað vilja
koma með stórkallalegum yfirlýsingum sínum, þá þarf ekki að bjarga þeim
sem koma með Norrænu af einum hæsta ófæra fjallvegi landsins langt fram eftir
sumri, Ólafur Ragnar er langflottastur, You ain‘t seen nothing yet.
Ég vil þakka Ríkisútvarpinu fyrir að fella niður svæðisstöðvar RÚV, enda öll
fyrirtæki komin á hausinn, en gjaldþrot þeirra eru jú einu fréttirnar sem
segja þarf af landsbyggðinni hvort sem er.
Ég vil þakka Eyjafjallajökli fyrir að uppfylla hinstu óskir íslenska efnahags-
kerfisins – þá að dreifa öskunni yfir Bretlandseyjar að sér gengnu.
Ég vil þakka ótalmörgum fleirum fyrir þá forsjá og umhyggju sem þeir bera
fyrir mér, svo ég geti lifað áhyggjulaus og án nokkurrar sjálfstæðrar hugs-
unar til æviloka - í eintómum LEIÐINDUM.
Höfundur er framkvæmdastjóri, búsettur á Egilsstöðum.