Viljinn - 01.12.1958, Síða 13
-13
JÓL.AL3ÖÐ
Lyftum hug til hæða á helgu Jólakveldi,
finnum fegurð lífsins,fædda af kærleiks eldi.
Brenna ljúfir logar,líður skuggi af hránum,
vænstu hjartans vonir,vermast heitu þránum.
Kæri Jesús Kristur,kveiktu í hjörtu manna
eld,sem ætíð vermir,allt hið góða og sanna,
lát oss kunna að krjúpa klökk við náðarstólinn
beztar verða bænir barnanna um jólin.
Guðrún Jóh.frá Brautarh.
ORÐ LIFSINS
1 upphafi var orðið,og orðið var hjá Guði,og orðið var
var Guð.Það var í upphafi hjá Guði.Allir hlutir eru
gjörðir fyrir það,og án þess varð ekkert til,sem til
er orðið. 1 því var líf og lífið var ljós mannanna.
Og ljósið skín í myrkrinu,og myrkrið hefur ekki tekið
á móti því.
Hið sanna ljós,sem upplýsir hvern mann,var að koma
theiminn. Hann var í heiminum,og heimurinn var orðin
1 fyrir hann,og heimurinn þekkti hann ekki.
Hann kom til eignar sinnar,og hans eigin menn tóku
ekki við honum. En öllum þeim,sem tóku við honum,gaf
hann rétt til að vera Guðsbörn,þeim sem trúa á nafn
hans.
Og orðið varð hold - og hann bjó með oss,fullur
náðar og sannleikaþog vér sáum dýrð hans,dýrð,sem
eingetins sonar frá föður. - Engin hefur nokkurn tíma
séð Guð. Sonurinn eingetni,sem hallast að brjósti
föðurins,hann hefir veitt oss þekking á honum.Jóh.l.
\