Viljinn - 01.12.1958, Qupperneq 16
-16
Eg fer upp til Tómasar.
Og hann tók koddann sinn og gekk upp á loftið til
drengsins. Hann opnaði hurðina hægt til þess að vekja
hann ekki,ef hann svæfi,og hann fór eins hægt og hann
gat til Tómasar. En hann lá - vakandi. - Rúmið hans
var vætt af tárum. Faðirinn lagðist við hliðina á
honum,og þeir grétu háðir.
Svo féllu þeir í svefn.
Næsta kvöld sagði faðirinnt
Eg fer upp til Tómasar aftur.
Og hann svaf einnig þá nótt u'ppi hjá honum.
Þriðja kvöldið sagði hann við konu sína:Eg fer upp
til Tómasar aftur.
Yður mun ekki furða á því,er eg segi yður frá því,
að Tómas nú sem fullorðinn maður hoðar Jesúm Krist í
Kí na.
Faðir Tómasar er hesta myndin,sem eg nokkurntíma
hef fundið af Guði,vorum himneska föður.
Syndin varð að hafa sínar afleiðingar,það,sem gjört
var,gat ekki orðið aftur tekið„ Það var einnig af kær-
leika til mannanna,að Guð ekki leysti manninn undan
þjáningu|i þeim,sem syndin hefir í för með sér,því
þjáningin segir frá því,að eitthvað illt er gjört.
En Guð hefir í Kristi sjálfur komið til vor og her
höl vort með oss og fyrir oss.Þetta er guðdómlegur
fö ðurkærleikur.
M Ó Ð I R I N (Frh. af bls.10)
hvað annað. Smásaman hætta köllin, gráturinn hættir, allt er^
hljátt - barnið er sofnað án þess að vera falið í hendi Guðs,^F
hún mamma mátti ekki vera að þvx. Ef til vill virðist þetta
ekki alvarlegt, en það er það, það sýnir framtíð barnsins
seinna.
Og þessvegna, kæru mæður, ef til vill minnist þið ekki
lengi þessarra daga, þeir hverfa ef til vill x dagsins önn,
sem bíður heima, en eg.bið af öllu mínu hjarta: Minnist þess,
sem eg hefi sagt hár í kvöld. Byggiö framtíð barnanna ykkar
á hamingjunnar grundvelli með því að sleppa hversdagsleikanum
smástund í kyrrð og r<5 við litla rúmið. Það veitir ykkur
einnig hamingju og gleði, sem mun lýsa fram á elliár.
Hulda Jensdóttir.