Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst
Á síðasta ári lést langt um aldur fram
Hrafnkell A. Jónsson yfirskjalavörður
á Héraðsskjalasafni Austurlands á
Egilsstöðum og fyrrum varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins. Hann
kom víða við á sínum starfsferli
og aldrei var lognmolla í kringum
þennan stóra og stæðilega mann.
Hann vann til að mynda mikið og
óeigingjarnt starf innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, á vettvangi sveitar-
stjórnar- og landsmála, sem og
almennt í félagsmálum. Þá eru ótalin
þau fræðastörf sem hann sinnti af
innri þörf, einkum hin síðari ár.
Nú hafa ættingjar og vinir Hrafnkels
ráðist í það stórvirki að gefa út bók
um hann. Þar verður ævisaga hans
rakin í máli og myndum, starfsferl-
inum gerð góð skil og ennfremur
birtar þær fræðigreinar sem hann
ritaði og birtust í ýmsum tímaritum
og bókum.
Ritstjóri bókarinnar er Smári
Geirsson, en aðrir í ritnefndinni eru
bræðurnir Aðalsteinn og Ragnar Ingi
Aðalsteinssynir.
Þessa dagana er verið að safna áskrif-
endum að bókinni. Hún mun kosta
á áskriftartilboði kr. 5.780,- og er
sendingargjald innifalið. Greiða þarf
áskriftargjaldið fyrirfram og síðan
verður bókin send viðkomandi um
leið og hún kemur út, þ.e. í nóvember-
byrjun. Nöfn þeirra sem gerast
áskrifendur að bókinni verða birt
á sérstökum minningarlista (nema
annars sé óskað), sem verður fremst
í henni og er það von þeirra sem
að ritinu standa að hann verði sem
lengstur og glæsilegastur.
Í seinasta tölublaði Austurgluggans
voru birtar opinberar upplýsingar um
tekjur ýmissa Austfirðinga úr stað-
greiðsluskrá ríkisskattstjóra. Ekki
kom nægilega vel fram í umfjöllun
að upplýsingarnar eru birtar með
fyrirvara um að upplýsingar úr stað-
greiðsluskrá séu réttar.
Val einstaklinga á listann var í
höndum blaðamanns Austurgluggans.
Að nokkru leyti réðu tilviljanir því
hverjir enduðu á listanum. Þekktir
einstaklingar í austfirsku samfélagi
voru margir hverjir á listanum, for-
stöðumenn stofnana ríkis og sveitar-
félaga, stjórnendur, millistjórnendur
og einstaklingar í atvinnurekstri sem
greiða svokallað vinnukonuútsvar.
Listinn var birtur með fyrirvara um
að óvæntar tekjur einstaklinga, svo
sem óvæntur arður, söluhagnaður
og arfur, geta skekkt heildarmynd
útreikninga á mánaðartekjum ein-
staklinga. Nokkrir einstaklingar hafa
haft samband við blaðið sem segja
upplýsingar ekki réttar, eða vilja alls
ekki vera á umræddum lista. Á það
getur ritstjórn Austurgluggans ekki
lagt sérstakt mat, en vonar að upp-
lýsingarnar gefi heildstæða mynd af
tekjum einstaklinga á Austurlandi.
Upplýsingar um tekjur Sigurlaugar
Jónasdóttur skólastjóra voru rangar.
Austurglugginn sagði ranglega að
hún hefði haft 40 þúsund krónur í
tekjur á mánuði. Hið rétta er að hún
er með 400 þúsund samvæmt stað-
greiðsluskrá. Um innsláttarvillu var
að ræða, á því biðst Austurglugginn
velvirðingar. Hvort siðferðilega er
rétt að birta upplýsingar af þessu tagi
er almennt álitamál, um það hefur
meðal annars verið tekist á alþingi
Íslendinga. Mat meirihluta alþingis
er sem stendur að rétt sé að birta
upplýsingar af þessu tagi. Ekki hefur
áður verið birtur viðlíka listi fyrir
Austurland um tekjur einstaklinga.
Einar Ben Þorsteinsson
Frá ritstjóra
Dans- og tónlistarverkið Draumar eftir Einar Braga Bragason og Irmu
Gunnarsdóttur sem frumflutt var á Djasshátíð Austurlands hefur hlotið
verðskuldaða athygli listunnenda. Verkið hefur verið kynnt sem forréttur að
menningarnótt í Reykjavík og verður sýnt í Gvendarbrunnum föstudaginn
22. ágúst. Forsala er á midi.is.
Draumar rætast
Ævi og störf
Hrafnkels A. Jónssonar
Vígsluhátíð á nýjum hestaíþrótta-
velli í Fossgerði fer fram helgina 15.
til 17. ágúst. Hestamannafélögum
á Austurlandi og Norðurlandi
hefur verið boðið til hátíðarinnar.
Hestamenn munu koma ríðandi víða
að. Meðal annars eru fréttir af fimm-
tíu hesta hópi á vegum Norðfirðinga
sem munu koma ríðandi á föstudags-
kvöld. Metnaðarfull dagskrá hefur
verið skipulögð og mun formleg
vígsla fara fram á laugardag kl. 14:00
þegar Eiríkur Björn Björgvinsson
flytur vígsluræðu. Farið verður í
hestaleiki, liðakeppni og þrautabraut.
Farið verður í útreiðartúr og haldin
vegleg kjötveisla. Að sögn talsmanna
hesteigendafélagsins er þarna á ferð-
inni frábær fjölskylduskemmtun.
Dagskrá vígsluhátíðar má nálgast á
www.fljotsdalsherad.is.
Fossgerðis-
völlur vígður
Jónas Hallgrímsson talsmaður Norrænu
ferðaskrifstofunnar sem er umboðs-
aðili fyrir ferjuna Norrænu á Íslandi
er yfir sig bit vegna orða Ragnheiðar
Björnsdóttur formanns Félags leiðsögu-
manna í fjölmiðlum.
Ragnheiður sagði í samtali við mbl.is
í síðustu viku að stækkun Norrænu
væri stærsta slys sem íslensk ferða-
þjónusta hafi orðið fyrir.
„Ég vil meina að stækkun Norrænu
sé eitt stærsta slys íslenskrar ferða-
þjónustu,“ sagði Ragnheiður í sam-
tali við vefsjónvarp Mbl.is. „Þar koma
með stórir bílar, fyrir fjölskyldur og
hópa og með þeim erlendir bílstjórar
sem ekki þekkja íslenskar aðstæður
og erlendir leiðsögumenn eða farar-
stjórar sem ekki þekkja til á land-
inu,“ sagði Ragnheiður í viðtali við
vefsjónvarp mbl.is.
Augljós
misskilningur
Jónas segir Ragnheiði byggja álit sitt á
augljósum misskilningi og þekkingar-
skorti. “Í kjölfar þess að Norræna
var stækkuð hefur fyrst og fremst
orðið aukning á umferð húsbíla til
Íslands. Ferðafólk í húsbílum er ekki
verra ferðafólk. Þetta eru venjuleg-
ast sömu hópbifreiðastjórarnir sem
keyra með hópa til Íslands. Oft á
tíðum er þjónusta íslenskra leið-
sögumanna keypt. Reyndar hefur
félag leiðsögumanna ekki alltaf getað
útvegað leiðsögumenn í verkefnin,
ég hef þess vegna stundum þurft
að fara í leiðsöguferðir vegna þessa.
Það er ofar mínum skilningi hvað
Ragnheiði gengur til,” sagði Jónas í
samtali við Austurgluggann.
Óskiljanleg
ummæli
Munið