Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst
Mál knattspyrnuvalla á Seyðisfirði
voru tekin fyrir á síðasta fundi bæjar-
ráðs. Farið var yfir bréf frá bæjarstjóra
og svarbréf frá stjórn knattspyrnu-
deildar. Umræður fóru fram og óskað
eftir að því byggingarfulltrúi kostn-
aðarreikni þann möguleika sem
bæjarráð og knattspyrnuforystan
eru sammála um að sé vænlegastur.
Líklegt er talið að lyfta þurfi vellinum
sem stendur á móhellu. Jafnframt
þykir æskilegt að setja undir hann
drenandi efni. Völlurinn hefur þótt
ýmist of blautur eða of þurr. Að auki
kom hann illa undan vetri í ár eftir
að hafa kalið illa.
Seyðisfjörður
Knattspyrnu-
völlurinn endurbættur
Franskur ferðamaður missti stjórn á
bifreið sinni við bæinn Brú á Jökulsá
á Dal á sunnudagskvöld. Bíllinn fór
fram af átta metra hárri klettabrún
og sökk í um 7 metra djúpan hyl.
Maðurinn missti stjórn á bílnum í
krappri beygju stuttu áður en hann
kom að brúnni. Mun betur fór en
haldið var í fyrstu. Maðurinn var
ekki alvarlega slasaður og var fluttur
á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Hann hafði komist út úr bílnum og
synt að klettasyllu af eigin ramm-
leik.
Hjón sem fóru um brúna tóku eftir
bakpokum á floti í ánni. Þá litu
þau á aðstæður og heyrðu mann-
inn hrópa á hjálp undir brúnni og
komu honum til hjálpar. Hann var
þá orðinn kaldur.
Ferðamaður í Jökulsána
Björgvin Karl Gunnarsson körfu-
boltamaður úr liði Hattar lítur á það
sem svo að hann hafi verið rekinn frá
félaginu. Hann var mótfallinn því að
þjálfari síðasta vetrar, Jeff Green, yrði
endurráðinn.
“Ég var búinn að segja þeim að ég
vildi ekki spila undir hans stjórn. Þeir
létu líta út fyrir að hann kæmi ekki
aftur og í þeirri trú útvegaði ég tvo
nýja leikmenn sem munu spila með
liðinu í vetur,” segir Björgvin Karl
sár og reiður.
“Þeir vissu að með ráðningu Green þá
væru þeir að ýta mér frá klúbbnum.
Mér hefur einfaldlega verið sparkað í
burtu. Ég lýsi frati á stjórnina fyrir að
koma svona fram. Ég hef lagt pen-
inga, tíma og vinnu til körfuknatt-
leiksdeildarinnar. Ég var burðarás í
liðinu, og á að hafa eitthvað um þetta
að segja. Tölfræði mín sem leikmaður
undanfarin ár staðfestir það. Kannski
hef ég það sterkar skoðanir að þeir
vilja mig í burtu.”
Björgvini Karli er greinilega illa við
að Green stjórni liðinu. “Mér líkar
ekki við þjálfunaraðferðir Green og
árangur liðsins undir hans stjórn.
Tuttugu manns voru í hóp þegar
hann byrjaði að þjálfa í fyrra. Sex
manna hópur stóð eftir í lok vetrar.
Hann skilaði slakasta árangri Hattar
frá því ég kom til liðsins. Ég sagði
þeim í stjórninni að ég liti á það
þannig að þeir vildu losna við mig frá
liðinu. Ég þakkaði pent fyrir mig. “
Björgvin Karl segist vera búinn
að leggja skóna á hilluna í bili að
minnsta kosti. “Það er erfitt fyrir mig
að spila körfubolta á Austurlandi.
Höttur er eina körfuboltaliðið hér.
Ég er því hættur í bili og samkvæmt
þessu er ég ekki lengur leikmaður
körfuknattleiksdeildar Hattar.”
sagði Björgvin Karl í samtali við
Austurgluggann.
”Ég lýsi frati á stjórn körfu-
knattleiksdeildar Hattar„
Þegar allt lék í lyndi. Björgvin Karl í leik með Hetti gegn Ármanni/Þrótti á síðasta ári.
Fjarðabyggð
Líkamsræktar-
tæki innleyst
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti
á síðasta fundi sínum að innleysa
búnað frá fyrri rekstraraðila líkams-
ræktarstöðvanna á Eskifirði og
Reyðarfirði samkvæmt tillögu
æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Ekki
kemur fram hvernig búnaðurinn
verði notaður.
Ákvörðun um
leiksvæði ekki
tekin
Þann 5. ágúst var tekið til umfjöll-
unar bréf í fasteigna- og þjónustu-
nefnd Fljótsdalshéraðs frá íbúum
í Selbrekku á Egilsstöðum vegna
leiksvæðis hverfisins. Jafnframt
kom fram ábending um slæma
umgengni. Í umsögn nefnd-
arinnar kemur fram að í fjárhags-
áætlun fyrir árið 2008 er ekki gert
ráð fyrir fjármunum til uppbygg-
ingar umrædds leiksvæðis þar sem
hverfið var enn í uppbyggingu.
Nefndin mun við gerð fjárhags-
áætlunar 2009 taka afstöðu til upp-
byggingar nýrra leiksvæða. Í milli-
tíðinni skal bent á leiksvæði sem
þegar er frágengið í neðri hluta
Selbrekku segir í fundargerð.
Nýtt bygg-
ingarland á
Egilsstöðum?
Skipulags- og þjónustunefnd
Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt
að fá ráðgjafafyrirtækið Alta til
að gera frumdrög að deiliskipu-
lagi fyrir byggingarland norðan
Selbrekkusvæðis og austan
Seyðisfjarðarvegar.
Eskifjörður
Hafnað í
grenndar-
kynningu
Frestur til að skila inn athuga-
semdum vegna tillögu að breyt-
ingu á deiliskipulagi vegna Dals
2 á Eskifirði er runninn út.
Tvær athugasemdir komu fram í
grenndarkynningu. Umhverfis- og
skipulagsnefnd taldi framkomnar
athugasemdir réttmætar og hafn-
aði breytingum á skipulagi vegna
Dals 2.