Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 9
 Fimmtudagur 14. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 9 Ég borga honum með að heimsækja hann annað slagið. Hann verður 88 ára í september og er nánast hættur að vinna,“ segir Cathy og bendir á bolinn sem hún er í, merktum „Boxelder Bug Days“. „Bill Holm, frændi minn á Hofsósi, skrifaði þús- und ljóð um þessa pöddu. Pabbi var beðinn um að vera yfir bæjarhátíð- inni og bað Bill um leyfi til að nota pöddunafnið. Bæjarhátíðin var að deyja út en pabbi reif hana upp, hún er núna þrír dagar og það er pöddu- drottning, pödduljóðakeppni og ekta amerísk pödduskrúðganga.“ Tertuskreytingakona Upp um alla veggi eru málverk, af fjöllum, fjörðum, fólki og trjám. Þegar við rýnum í þau kemur nafn Cathy fram niðri í hægra horninu. „Ég fór að mála til að kynnast fólki. En ýmsir sem hafa séð myndirnar mínar hafa sagt mér að hætta að hugsa um heim- ilið og fara bara að mála.“ Hún er líka virk í kvenfélaginu og hópnum að baki handverkshúsinu „Nema hvað“ á Vopnafirði. „Ég var ekki spennt fyrir kvenfélaginu en þær færðu mér umslag með peningum þegar Haukur dó. Fyrir mér var upphæðin gríðarleg og mér fannst ég ekki verðskulda hana en gekk í kvenfélagið. Ég er 1. maí tertuskreyt- ingakona hjá því.“ Flyt næst á elliheimilið Cathy rekur bændagistingu á Refsstað II, þar sem hún býr. „Það er gaman að fá fólk sem steinsefur framundir hádegi þó það sé ókunnugt á staðnum. Það er pláss fyrr níu fullorðna í gist- ingu. Við komum gistingunni upp örfáum dögum eftir að við fluttum hingað í júní 2004. Ég hef flutt 29 sinnum á ævinni svo ég kann það. Ég er alin upp í sveit og mér líður vel í sveit. Ég vil ekki vera annars staðar en hér, ekki einu sinni fara til Egilsstaða. Mér finnst ég hafa flutt nógu oft. Bestu vinkonur mínar búa hér. Ég flutti svo oft í Bandaríkjunum að ég átti engan sem ég gat sest niður með og spjallað við. Því finnst mér ég rosalega rík kona. Næst þegar ég flyt verður það á elliheimilið eða í kirkjugarðinn!“ Ríkið hefur afskrifað Vopnafjörð Cathy finnst sárt að sjá á eftir fólki sem flyst frá Vopnafirði. „Það er ekki Vopnfirðingum að kenna að störf- unum fækkar. Fólkið sem er hér vill vera hér og það þarf næstum að draga það í burtu. Sumt heimafólk segir: „Það er ekkert hér, það er best að vera í Reykjavík. Það er best að krakkarnir okkar fari og komi aldrei aftur.“ Það er vitleysa. Við getum ekki verið með tómt land. Það er bæði hættulegt og sorglegt.“ Skuldinni skellir hún á ríkisstjórn- ina. „Ég er sannfærð um að ríkis- stjórnin hefur eyðilagt sjávarútveg- inn og smábátana með kvótakerfinu. Smábátarnir eru fyrirtæki sem græða peninga. Það eru minni peningar og færri störf og ekki endilega þau bestu á landsbyggðinni en það geta ekki allir orðið kennarar eða sérfræðingar úti á landi.“ Hún óttast að næst verði ráðist gegn landbúnaðinum. „Fólk sem er mjög klárt en finnst gott að búa í sveit nýtur ekki virðingar. Það er fólk í borg- unum sem er sannfært um að bara fávitar búi uppi í sveit. Það er ekki satt – það gæti verið öfugt,“ segir hún og kímir en bætir síðan við: „Það er best fyrir Vopnfirðinga að sætta sig við að ríkið hefur afskráð okkur. Við erum ósýnileg og gleymd á bakvið Smjörfjöllin. Bensínið er of dýrt til að við getum unnið í Fjarðabyggð eða Fljótsdalshéraði. “En Cathy telur líka að Vopnfirðingar verði að móta sér ákveðnari hugsunarhátt. „Ég er mjög hrifin af Langanesbyggð. Þar gera menn sér grein fyrir að ferða- fólk kemur og fer en skilur eftir pen- inga. Við verðum að gera það líka hér. Svæðið er gríðarlega fallegt en þjón- ustumiðstöðvarnar opna of seint. Það hefur einhver sett skilti inn í hausinn á fólki þar sem stendur: „Ferðafólk kemur ekki hingað!“,“ segir hún og snýr sér að okkur. „Hvað eruð þið að gera hér? Erlendir ferðamenn vilja fara yfir Hellisheiðina. Ég hef fengið þýska ferðamenn til mín sem sögðu við mig. „Við fórum dauðhrædd yfir fjallið fyrir tuttugu árum – getum við farið aftur?“ Cathy segist ekki hrædd við að reyna eigin leiðir. „Ef ég viðurkenni að eitt- hvað sé of erfitt er ég hætt að reyna. Ég er bandarísk og við bíðum ekki eftir fólki sem segir alltaf nei.“ GG„Við getum ekki verið með tómt land. Það er bæði hættulegt og sorglegt.“ Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.