Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 11
Héraðshátíðin Ormsteiti hefst annað kvöld og stendur í tíu daga. Hátíðin
hefst með risakarnivali og Héraðsleikum á Vilhjálmsvelli. Á laugardag verður
Norður-Héraðsdagur með mikilli hátíð í Möðrudal og Hallormsstaðadagur
á sunnudag. Dagskráin heldur áfram næstu níu daga. Nánari upplýsingar
um hátíðina eru á www.ormsteiti.is. GG
Ormsteiti
Frá hverfaleikum í fyrra. Mynd: GG
Dagur Jóns Guðmundssonar lærða í
Hjaltastaðaþinghá sunnudaginn 10.
ágúst fór fram samkvæmt dagskrá og
tókst með miklum ágætum. Um 60
manns hlýddu á erindi í félagsheim-
ilinu Hjaltalundi þar sem farið var
yfir litríka ævi og störf Jóns lærða,
fræðastörf hans á ýmsum sviðum,
myndverk og teikningar í handritum
svo og skáldskap hans.
Hjörleifur Guttormsson náttúru-
fræðingur setti samkomuna fyrir
hönd undirbúningsnefndar og
Óðinn Gunnar Óðinsson formaður
Menningarráðs Austurlands stýrði
fundinum og kynnti ræðumenn.
Rússneski rithöfundurinn Leonid
Korablev flutti ávarp og útgefnar
bækur hans sex talsins lágu frammi
til sýnis. Allar eru þær með einum
og öðrum hætti tengdar Íslandi,
íslenskum þjóðfræðum og kemur
Jón lærði þar víða við sögu. Ævisaga
hans sem Leonid hefur tekið saman
liggur fyrir í handriti.
Hjónin Sigursveinn Magnússon
tónskólastjóri og Sigrún Valgerður
Gestsdóttir söngkona léku á forn
hljóðfæri eins og langspil og sungu
vísur og stemmur við mjög góðar
undirtektir. Eftir samkomuna í
Hjaltalundi fór fram minningarathöfn
um Jón lærða og konu hans Sigríði
Þorleifsdóttur í Hjaltastaðakirkju.
Hildigunnur Sigþórsdóttir for-
maður sóknarnefndar greindi frá
sögu og viðgerðum á kirkjunni sem
senn er að ljúka, en hún var byggð
af timbri upp úr 1880 í stað torf-
kirkju. Guðmundur Rafn Sigurðsson
framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs
lýsti lagfæringum á kirkjugarðinum
og Hjörleifur Stefánsson arkitekt
sagði frá hönnun legsteins yfir þau
hjón framan við inngang kirkj-
unnar og minningartöflu í forkirkju.
Prófasturinn Jóhanna Sigmarsdóttir
stýrði helgistund í þéttsetinni kirkj-
unni og blessaði minningu Jóns og
Sigríðar.
Í dagslok gekk um tylft manna að
Dalaseli þar sem Jón og Sigríður síð-
ast bjuggu skammt innan við Dali í
Útmannasveit. Þar eru skýrar rústir
og garðlög sem bíða frekari rann-
sókna. (fréttatilkynning)
Frá „Degi Jóns lærða í Hjalta-
staðaþinghá 10. ágúst 2008“
Jón Benjamínsson, jarðfræðingur,
afhenti skýrslu sína “Jarðhiti í
Fljótsdalshreppi” á sveitarstjórnar-
fundi Fljótsdalshrepps 5. ágúst
síðastliðinn. Skýrsluna vann hann
í verkefnavinnu sem styrkhafi
Verkefna- og rannsóknarsjóðs síð-
astliðið ár.
Fengist hefur styrkur úr Orkusjóði
til áframhaldandi rannsóknarvinnu.
Auk þess er gert ráð fyrir mótfram-
lagi sveitarfélagsins. Jón lagði fram
lista yfir þau atriði sem hann telur
æskilegt að vinna í sumar og haust.
Sveitarstjórn samþykkti að greiða
kostnað við sýnagreiningar sem nú
er um 300 þúsund krónur. Einnig
var samþykkt að standa straum af
þeim kostnaði sem hlýst af uppihaldi,
sýnagreiningum og öðrum útlögðum
kostnaði Jóns á yfirstandandi ári.
Komi til þess að tilraunaholur verði
boraðar á árinu greiðist sá kostnaður
úr sveitarsjóði. Fjármagn til verkefn-
isins verður tekið af óráðstöfuðu fé
frá síðasta ári.
Jarðhiti í
Fljótsdal
Hið árlega Einarsstaðamót fór fram
um helgina. Keppt var í öllum ald-
ursflokkum í gæðingakeppni, auk
tölts. Félagar úr Hestamannafélaginu
Freyfaxa og Blæ létu sig ekki vanta á
mótið. Hinir síungu Þórður Júlíusson
úr Blæ og Ármann Örn Magnússon
kepptu þar meðal annars með góðum
árangri. Ármann varð annar á hesti
sínum Blæ frá Egilsstaðabæ í öld-
ungaflokki og í sjötta sæti í tölti,
en þar atti hann kappi við marga af
bestu hestum Norðurlands.
Linda Hrund Káradóttir úr Freyfaxa
náði bestum árangri Austfirðinga.
Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði
unglingaflokk á hesti sínum Fálma
frá Fremri Hálsi. Endurtók hún þar
með leikinn frá því í fyrra, og var vel
að sigrinum komin eftir að hafa verið
hársbreidd frá úrslitum á Landsmóti
fyrr í sumar. Í forkeppni má segja að
ljóst var í hvað stefndi því Linda reið
hesti sínum af miklum krafti, og ljóst
að erfitt var fyrir aðra keppendur að
komast með tærnar þar sem hún var
með hælana.
Hestaíþróttir
Ekkert hálfkák hjá
Lindu og Fálma