Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 6

Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst É g á ástralskan vin sem ákvað, eftir að hafa dvalið á Íslandi vegna álversframkvæmd- anna, að prófa að setjast hér að. Hann fann sig síðan knúinn til að hafa samband við mig í gær vegna þess að hann var viss um að það væri verið að svindla á honum. Vinurinn hafði fengið símtal frá afnotadeild RÚV þar sem hann var spurður hvort hann væri með sjónvarp. Hann játti því en sagðist reyndar bara nota það sem auka- skjá fyrir tölvuna sína. Honum var sagt að það skipti engu máli og að hann þyrfti að borga 36.000 kr. á ári. Þetta fannst Ástralanum auðvitað furðulegt, sérstaklega í ljósi þess að engu skipti þó hann væri ekki einu sinni með loftnet til að geta horft á RÚV. Hann skyldi bara hundskast til að borga. Þegar hann hafði samband í gær var hann fullviss um að þarna væru á ferðinni einhverjir svikarar sem hefðu ákveðið að reyna að gabba “heimska útlendinginn”. Þegar ég hugsa um það, þá er ég eiginlega ekkert hissa á að hann hafi haldið þetta. Hann ákvað í framhaldinu að losa sig við sjónvarpið sem hann keypti notað á 5.000 kr. í fyrra til að sleppa við að borga 36.000 kr. af því á ári. Gott sparnaðarráð. Nýsköpun er orð sem mörgum finnst gott að nota þegar skapa á ný tækifæri. Oftast er þetta orð notað í tengslum við viðskiptahugmyndir hvers konar sem ætlað er að skapa fleiri störf og ný tækifæri. Til er verkefni um vöxt Austurlands sem hefur verið auglýst sem Austurland tækifæranna. Það er von að hugsandi fólk staldri við og velti fyrir sér hvar þessi tækifæri liggja. Já það vita flestir að tæki- færin liggja víða ónotuð. Hið sanna tækifæri er hins vegar hugur okkar mannanna. Hvað dettur okkur í hug, og það sem mikilvægara er, hvað framkvæmum við af okkar hugmyndum? Landbúnaður stendur á brauð- fótum á Austurlandi. Þrátt fyrir að víðast hvar sé landið okkar tilvalið til landbúnaðar. Nokkrir kúabændur hafa að vísu fjár- fest með hjálp fjármálastofnana í nútímalegri og tæknivæddari fjósum. Sauðfjárrækt er orðin að aukastarfi hjá mörgum bændum. Nautakjötsframleiðsla er lítil sem engin. Grænmetisrækt er í lágmarki. Svínakjötsframleiðsla er engin. Ekkert kjúklingabú er á Austurlandi. Kaupfélag bænda á Héraði ákvað á síðasta ári að leggja meira traust á fyrirtæki í mannvirkjagerð heldur en eigin atvinnugrein. Árin á undan lagði félag bænda niður alla starfsemi sem stutt getur við þeirra atvinnu- grein. Það hlýtur að vera best lýs- andi dæmi fyrir stöðu austfirsks landbúnaðar. Hafi bændur ekki trú á eigin atvinnugrein, þá getur enginn haft trú á henni. Á sama tíma hefur búskapur á of mörgum jörðum lagst af. Ein jörð sem fer úr búskap, jafngildir því að lítið fyrirtæki leggi starfsemi sína af. Höfum við efni á að leggja fyrirtækin okkar niður, einungis til þess að fjárgreifar geti baðað á sér magann í sólinni? Hvor er mikilvægari austfirsku samfé- lagi, fjárgreifi í sólbaði eða bóndi sem framleiðir vörur og skapar tekjur? Er Austurland tækifærana á hjara veraldar? Hvað varðar sköpun nýrra tækifæra erum við Austfirðingar eftirbátar. Við sveimum yfir eins og hrægammar og bíðum eftir að ljónin hendi í okkur hræi sem við getum ráð- ist á og kroppað í. Við eigum að stefna hærra. Við eigum að auka framleiðslu í fjórðungnum. Rækta meira kjöt, rækta meira grænmeti. Markaðasetja okkar framleiðslu- vörur, sem væru framleiddar í okkar fullvinnslustöðvum. Við höfum skapað okkar eigin for- tíð. Við hana verður ekki átt úr þessu. Framtíðin er hins vegar í okkar höndum og þar liggur okkar eina og sanna tækifæri. Við eigum að gera þá kröfu á okkur sjálf, að við séum sjálfum okkur nóg. Ef okkur auðnast það verða okkur allir vegir færir. Að auki eigum við að gera þær kröfur að fjármála- stofnanir sem sjá sér fært að starfa á okkar svæði hafi trú á atvinnu- greininni, og bjóði fram lánsfé til fjárfestinga í arðbær verkefni. Við búum á arðbæru landi. Hugsum við arðbært? Leiðari Að hafa ekki trú á sjálfum sér Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Auglýsingast.: Erla S. Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - erla@austurglugginn.is Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 477 1750 - 896 5513 - frett@agl.is Blaðamaður: Gunnar Gunnarsson 477 1755 - 848 1981 - gunnar@austurglugginn.is Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 854 9482 - kompan@vortex.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir - 695 8498 - aslaugl@gmail.com Aðalsími: 477 1571 Fréttasímar 477 1750 - 477 1755 www. austurglugginn.is Esther Ösp Gunnarsdóttir kynningarfulltrúi hjá Skóg- ræktinni og íbúi í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum bloggar á www.raudhausar.is/esther. Að þessu sinni bloggar hún um ástralskan vin sinn. ENN AF AFNOTADEILD RÚV Miðvikudagur 6.08.2008 klippan Blogg Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag að venju. Um borð voru rúmlega eitt þúsund farþegar og um fjögur hundruð farartæki. Skipið fór frá landi með rúmlega ellefu hundruð farþega og meira en fjögur hundruð farartæki. Um er að ræða einhverja fjölmennustu ferð sumarsins að sögn Sigurjóns Hafsteinssonar, forstjóra Norrænu Ferðaskrifstofunnar. Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun og var mikið bókað í þá ferð þótt farþega- tala liggi ekki fyrir. Laus pláss eru á Norrænu í næstu viku. Pakkfull Norræna Ferðamálastjóri Íslands Ólöf Ýrr Atladóttir heimsótti Djúpavog á dögunum. Andrés Skúlason oddviti og for- maður ferða- og menningarmála- nefndar Djúpavogshrepps og Albert Jensson kynntu hinum nýja ferða- málastjóra ágæti Djúpavogs og nágrennis í ferða- og menningar- málum og helstu viðfangsefni sveit- arfélagsins í þessum efnum. Andrés Skúlason segir frá því á heimasíðu Djúpavogshrepps að ferðamálastjóri var afar ánægð með kynninguna á svæðinu þótt ekki gæf- ist tími til að skoða allt. Taldi hún marga góða og spennandi hluti vera að gerast. Ferðamálastjóri heimsótti Djúpavog

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.