Austurglugginn - 14.08.2008, Page 7
Fimmtudagur 14. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 7
FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is
StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörður
EskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður
Bæjarstjórn
Fjarðabyggðar auglýsir
samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
tillögu að deiliskipulagi búfjársvæðis austan
þéttbýlisins á Eskifirði nefnt Símonartún.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar
Hafnarbraut 2, Neskaupstað og Hafnargötu 2, Reyðarfirði,
og á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is frá og með
miðvikudeginum 13. ágúst til miðvikudagsins 10. september 2008.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila athugasemdum er til
miðvikudagsins 24. september 2008.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til
skipulagsfulltrúa Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir
tilskilinn frest telst samþykkur henni.
F.h. bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Skipulagsfulltrúi.
Það eru engar ýkjur þegar sagt er að
örugglega hafi aldrei jafn mikið staðið
til á Ormsteiti. Hin árlega hverfahátíð
fer fram á Vilhjálmsvelli á föstudags-
kvöld. Á vegum Menningarmiðstöð
var Fljótsdalshéraðs og Ormsteitis,
í samstarf i við Menningarráð
Austurlands og Vesterålen, hafa verið
fengnir írskir meistarar til uppfærslu
á Karnival sýningu. Einnig leggur
Fáskrúðsfirðingurinn Jónas Steinsson
sín lóð á vogarskálarnar við skipulagn-
inguna.
Austurglugginn leit við á æfingu hjá
Karnivalhópnum í Sláturhúsinu á
mánudagskvöld en lokaæfing fer
fram í kvöld. Karnivalhópurinn er
þétt skipaður og í honum eru 120
manns. Gengið verður á stultum,
eldi spúið, svifið um loftin á reið-
hjólum og svo mætti lengi telja. Jónas
Steinsson segist geta fullyrt að þvílík
sýning hafi aldrei verið sett upp hér
á landi. “Þetta verður ógleymanlegt.
Það hefur aldrei verið settur upp eins
stór hópur á Íslandi,” segir Jónas sem
undanfarna daga hefur staðið sveittur
við að kenna börnum, unglingum
og fullorðnum hinar ótrúlegustu
æfingar. Hinn írski Mark Hill og
föruneyti hans kom með þéttpakk-
aðan sendiferðabíl frá Írlandi með
Norrænu. Bíllinn var sneisafullur af
búningum og tækjum til karnivalsýn-
inga af þessari stærðargráðu. Mark
Hill segist hafa skipulagt marga
hátíðina í gegnum tíðina í erlendum
stórborgum. “Við ætlum að setja upp
magnaða eldsýningu á Vilhjálmsvelli.
Svo endar hátíðin með því að gengið
verður fylktu liði frá Vilhjálmsvelli
niður í Egilsstaðavík. Þar munum
við setja upp ógleymanlegt atriði.
Fleytt verður stórum lömpum og
sjónarspilið verður mikið. Í báta-
húsinu höfum við einnig undirbúið
tilþrifamikla sýningu,” sagði Mark
Hill í spjalli við Austurgluggann.
Ormsteiti
Stórsýning á Vilhjálmsvelli
-Karnivalsýning á heimsmælikvarða
120 manns eru í Karnivalhópnum
af öllum stærðum og gerðum.
Búningar á mannskapinn komu
frá Írlandi.
Mark Hill segir að ógleymanleg sýning verði sett upp á Vilhjálmsvelli og í Egilsstaðavíkinni.