Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 12

Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 12
12 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst Myndlistarmaðurinn Ólöf Björk Bragadóttir opnar á laugardag mynd- listarsýninguna „Flæði“ í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hún gaf nýverið út bók- ina Dúett ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Ingólfssyni. Lagarfljótið og litasamspil þess er uppspretta hugmynda að verkunum á sýningunni. „Ég hef stúderað fljótið vetur, sumar, vor og haust. Ég hef myndað fljótið í ýmsu ásigkomu- lagi og vídeóverk úr þeim myndum verður eitt verkanna af sýningunni. Ég spila með bæði hljóma og lita- tóna fljótsins og blanda við ljóði eftir Sigurð.“ Uppistaðan í sýningunni er annars málverk. „Ég leik mér með liti og form. Fljótið hefur veitt mér mik- inn innblástur seinustu ár, ekki bara fyrir þessa sýningu og verk heldur önnur verk. Ég hef alltaf augun opin þegar ég flýg yfir. Litirnir í verk- unum eru á köflum tærari en þegar maður horfir á fljótið og ég nýti mér ímyndað landslag séð ofan frá.“ Ólöf Björk, kölluð Lóa, verður einnig með vegglistaverk sem sýnir útlínur Lagarfljótsins. Í verkið notar hún sjálflýsandi málningu á svörtum grunni. „Ég fékk hugmyndina á Írlandi síðastliðið haust þar sem ég gerði útlínur Íslands með ull og tíuprjónum,“ segir hún um verkið sem er fjórtán metra langt. „Það lítur svolítið út eins og ormur, það er ákveðin mystík yfir því. Annars er túlkunin og upplifunin að verk- inu mismunandi eftir hverjum og einum.“ Lóa og Sigurður gáfu nýverið út ljóðabókina Dúett. Hún inniheldur sonnettusveig eftir Sigurð en myndir eftir Lóu. „Fyrsta upplag bókarinnar er langt komið. Við eigum eftir að ákveða hvort við prentum annað eða gefum út nýja bók.“ Sýningin Flæði opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 16:00 á laug- ardag og stendur til 30. ágúst. GG Menning og listir Lagarfljótið innblástur Lóu Lóa við eitt verkanna á sýningunni Flæði. Mynd: GG Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð auglýsir eftir jólalagi árs- ins 2008. Forstöðumaður segist leita að skápatónskáldum. Lagið verður útsett í samráði við höfund, fyrir barnakór, kór, hljóm- sveit og 1-2 einsöngvara. Það þarf að vera að minnsta kosti 4-5 mín- útur í flutningi. Lagið verður frum- flutt á aðventutónleikum fyrsta sunnudag í aðventu í miðstöðinni. Peningaverðlaun upp á 100.000 krónur eru í boði fyrir sigurvegarann. Í tilkynningu segir að óskað sé eftir jólagi, sömdu af Austfirðingi. „Hvort sem hann er það í hjarta sínu eða á lögheimili á svæðinu,“ útskýrir Kári Þormar, forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar. „Þetta er tilraun til að koma á einhverri hefð og sjá hverjir koma út úr skápnum sem tónskáld. Laginu þarf að fylgja jóla- eða aðventutexti og það spillir ekki fyrir ef hann á rætur sínar að rekja til Austfjarða.“ Skilafrestur á lögum er til 10. sept- ember. Skila skal inn laginu skrifuðu með laglínu og hljómum í Kirkju- og menningarmiðstöðina, Dalbraut 2, 735 Eskifirði. Nánari upplýsingar veitir Kári Þormar í síma 891-8040 eða tölvupósti kari@karlmenn.is. GG Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð Leita að jólalagi Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Skaftfelli, Seyðisfirði um helgina. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir kalla sýningu sína Handan Hugans. Sýningin breytist allan sýningartímann, því sýnendurnir koma inn á ýmsum tímum á meðan á sýningunni stendur og dvelja í gesta- íbúð Skaftfells, búa þar til ný verk og breyta sýningunni. Á Vesturveggnum leggja Berglind María Tómasdóttir og Birta Guðjónsdóttir út frá tón- smíðum, ferli og sögu Inga T. Lárussonar í sýningunni Höfuðskáld Austfirðinga. Myndlist Opnanir í Skaftfelli Berglind María Tómasdóttir, Birta Guðjónsdóttir og Bjargey Ólafsdóttir með teikningar Bjargeyjar í bakgrunni. Höfuðskáld Austf irðinga: Birta Guðjónsdóttir og Berglind María Tómasdóttir. Mynd: Skaftfell Austurnet er ungt þekkingarfyrir- tæki á Austurlandi og er samstarfs- verkefni einstaklinga í þekkingar- iðnaði í fjórðungnum. Nýverið lauk Austurnet gerð heimasíðu fyrir Ferðaþjónustuna að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Slóðin á síðuna er www.storulaugar.is. Vefurinn er unninn í Joomla 1.5 og var hönnun hans í höndum Unnars Erlingssonar og einnig komu Þórunn Hálfdanardóttir og Tjörvi Hrafnkelsson að uppsetningu og öðrum tæknilegum atriðum. Þórunn Hálfdánardóttir hjá Austurneti segir ánægjulegt að sjá og sanna að staðsetning skiptir litlu þegar vefhönnun er annars vegar. “Það skiptir okkur hér engu máli hvort viðskiptavinurinn er í næsta húsi eða í öðrum landshluta,” sagði Þórunn í samtali við Austurgluggann. Ljúka við heimasíðu fyrir Stóru - Laugar

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.