Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 13

Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 13
 Fimmtudagur 14. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 13 Keppnin Austfjarðatröllið 2008 fer fram á Austfjörðum um helgina. Keppni hefst rétt fyrir hádegi í dag á Vopnafirði en lýkur á Breiðdalsvík seinni part laugardags. Meðal keppenda eru margir sterk- ustu menn landsins, meðal annars Stefán Sölvi, Páll Logi og Grétar Guðmundsson. Um helgina fara líka fram Breiðdalsvíkurdagar. Kraftakeppnin á laugardag er hluti þeirra en á sunnudag verður diskótek, pylsupartý, strandblak, reipitog og dorgveiðikeppni. GG Austfjarðatröllið 2008 Tröllin koma Dagskrá: Fimmtudagur 14. ágúst 11:30 Vopnafjörður 17:00 Egilsstaðir Föstudagur 15. ágúst 11:00 Borgarfjörður 14:30 Reyðarfjörður 17:00 Seyðisfjörður Laugardagur 16. ágúst 11:00 Fáskrúðsfjörður 14:30 Djúpivogur 17:00 Breiðdalsvík úrslitagreinar Trukkadráttur á Egilsstöðum í fyrra. Mynd: GG Sigurður Álfgeir Sigurðarson, endurskoðandi hjá Deloitte Verði ykkur að góðu. Ég sendi boltann yfir á Stefán Boga Sveinsson framkvæmdastjóra UÍA. Aðferð Steikið kjúklinginn og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er orðinn hvítur er BBQ sósan sett yfir og látið malla uns kjúklingurinn er gegnumsteiktur. Setjið snakkið í eldfast mót og myljið aðeins. Slettið salsasósunni og osta salsasósunni yfir hér og þar (eftir smekk). Setjið nokkrar rjómaosta klípur yfir sósurnar. Hellið kjúk- lingnum yfir þetta þegar hann er steiktur og dreifið honum jafnt yfir fatið. Gratínost yfir allt saman. Hitað í ofni (ca. 180 C°) þar til osturinn er orðinn vel bráðinn. Berið fram með helling af salati. Aðferð Setjið marensbotninn í form (sem hægt er að setja lok á). Hrærið saman egg og flórsykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið saman Nescafé og smá vatni og bætið út í eggjahræruna. Þeytið rjómann og myljið Daim súkkulaðið. Blandið öllu saman með sleikju. Setjið gumsið ofan á marensbotninn og í frysti. Frábær ísterta með kaffi. Óhollur kjúklingaréttur með mexíkósku ívafi. Salat Daimtertan hans Þórs 4 kjúklingabringur, skornar í teninga BBQ sósa Osta Doritos snakk (appelsínugult) Salsasósa Osta salsasósa Rjómaostur Gratínostur Iceberg, gúrka, paprika, rauðlaukur, fullt af vínberjum, fetaostur og rist- aðar furuhnetur..... allt sem þig langar í. Marensbotn (brúnn) 3 egg 175 gr. flórsykur ¾ l rjómi 1 tsk. Nescafé og smá vatn 4 Daim súkkulaðistykki er matgæðingur Austurgluggans að þessu sinni. Hann býður upp á kjúklingarétt með mexíkósku ívafi og Daimtertu. Gott að fara svona 10 sinnum í ræktina eftir þessa rétti! Árleg útimessa í Valþjófsstaðar- prestakalli var haldin um helgina við Sandá. Sóknarpresturinn Lára G. Oddsdóttir, prédikaði og þjónaði við messuna en Gylfi Björnsson lék undir sálmasöng á harmónikku. „Það mættu um þrjátíu manns og veðrið var þokkalegt. Við fengum kuldahryðjur en það var þurrt og sólin skein líka. Eftir messu tóku menn upp kaffi og buðu með sér,“ segir Lára. Hún hélt útimessuna í níunda skipti en hún er haldin til skiptis austan og norðan við Jökulsá á Brú. „Ég valdi Sandá því það er auðvelt að komast að staðnum og umhverfið er fallegt,“ segir Lára sem meðal ann- ars hefur messað við Snæfellsskála, í Víðidal og Sænautaseli. Hinir lifandi steinar voru umræðuefni dagsins. „Ég minnti á að við erum hinir lifandi steinar í kirkju Krists.“ GG Messugestir taka undir við undirleik Gylfa Björnssonar. Mynd: Lára G. Oddsdóttir Messað undir berum himni „Við erum hinir lifandi steinar“

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.