Austurglugginn - 26.10.2012, Blaðsíða 12
Jeppaklúbburinn 4x4 á Austurlandi hélt í sína
árlegu ferð með fatlaða sl. laugardag. Þetta er
annað árið í röð sem félagið fer í slíka ferð.
Skemmtunin, gleðin og eftirvæntingin gerir það
að verkum að félagið hefur ákveðið að hafa þennan
viðburð árlegan. Eftirvæntingin og spennan skein
af andlitum einstaklinganna í ferðinni og allir
skemmtu sér konunglega.
Lagt var af stað frá Egilsstöðum um kl. 10:00
laugardagsmorguninn og haldið inn Fljótsdalinn,
yfir Hallormsstaðaháls og á Arnhólsstaði þar sem
boðið var upp á vöfflur, pönnukökur, kakó og alls-
kyns góðgæti sem kvenfélag Bláklukkna aðstoðaði
við. Hópurinn skilaði sér svo til baka á Egilsstaði
rétt fyrir klukkan 15:00 á laugardeginum.
Björgunarsveitin á Héraði og Brunavarnir
Austurlands lánuðu 4x4 jeppaklúbbnum bíla í
ferðina og Samfélagssjóður Alcoa styrkti félagið
við verkefnið.
Skemmtu sér vel með 4x4 klúbbnum
Hópurinn virti fyrir sér glæsilegt útsýni í fallegu veðri á Hallormsstaðahálsi.
Miklar samræður áttu sér stað í gegnum talstöðvarnar. Sagðir
voru brandarar, sögur og Matti fór í hlutverk flugþjóns og gaf
iðulega upp áætlaðan komutíma og var duglegur við að ítreka
mikilvægi þess að spenna beltin, huga að útgönguleiðum og
hafa sætisbök upprétt.
Um 30 einstaklingar fóru í ferðina með 4x4. Hér er hópurinn fyrir utan Arnhólsstaði eftir vel lukkað kaffisamsæti.
Lagt á ráðin.
Þau höfðu beðið þessarar ferðar með mikilli eftirvæntingu og
voru aldeilis ekki svikinn enda skemmtu allir sér mjög vel.