Austurglugginn


Austurglugginn - 05.12.2019, Page 2

Austurglugginn - 05.12.2019, Page 2
2 Fimmtudagur 5. desember AUSTUR · GLUGGINN Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogs- hrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrsta laugardag eftir páska, þann 18. apríl. Sameiningin gengur formlega í gildi í kjölfar kosninganna. Búið er að skipa undirbúningsstjórn, sem fundar næst á mánudag. „Það er verið að kortleggja vinnuna fram að kosningum. Það verða myndaðir starfshópar. Þeir eru ekki fullmótaðir en þeir munu undirbúa stjórnsýslu nýs sveitarfélags. Það þarf að kortleggja og skoða fjárhagslegan samruna, sameina bókhaldskerfi og skjalastjórnun, horfa til rafrænu stjórnsýslunnar, hugbúnaðar og tölvumála. Þetta er mikil vinna sem við munum nota desember til að teikna upp. Ég á ekki von á að starfshóparnir taki til starfa fyrr en í janúar. Við í undirbúningsstjórninni erum byrjuð að vinna samþykktir fyrir nýtt sveitarfélag og svo er spurning hvernig verður staðið að því að velja nafn á nýja sveitarfélagið,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður undirbúningsstjórnarinnar. Fundað var með starfsfólki stjórnsýslu og stjórnendum stofnana sveitarfélaganna í lok nóvember. „Fundurinn var mjög vel sóttur og nær allir starfsmennirnir mættir. Við hvöttum starfsfólk til að koma á framfæri áhyggjum eða öðrum ábendingum. Andinn var góður og umræðurnar líka,“ segir Björn. GG Ríflega þrítugur Austfirðingur, Sigurður Sigurðsson, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir lífshættulega og heiftúðuga árás á karlmann á heimili þess síðarnefnda í Neskaupstað í júlí. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa stungið manninn margsinnis með tveimur eldhúshnífum. Hnífana hafði Sigurður með sér af heimili sínu og hélt með þá í gegnum bæinn, um 1,5 km leið, fór inn á ólæst heimili mannsins og réðist að honum. Fórnarlambið komst undan yfir til nágranna síns sem gerði lögreglu viðvart. Lögregla handtók Sigurð skammt frá vettvangi, með blóð á höndum og fótum. DNA greining leiddi í ljós að blóðið væri úr fórnarlambinu. Við yfirheyrslur sagðist Sigurður ekkert muna eftir árásinni, hann myndi eftir því þegar hann hélt frá húsi fórnarlambsins og er lögregla handtók hann. Hann neitaði því sök en viðurkenndi að rannsóknargögnin bentu til sektar hans. Mennirnir þekktust lítið en unnusta fórnarlambsins hafði áður átt í ástarsambandi við Sigurð. Í málinu kom fram að hann hefði tekið sambandsslitum þeirra illa og haft í hótunum í kjölfar þeirra. Fórnarlamb árásarinnar missti mikið blóð sem læknar sögðu hafa valdið því að hann hefði verið í lífshættu, hefðu ekki komið til skjót viðbrögð nærstaddra. Að mati læknis sem fyrstur sinnti um fórnarlambið réði það úrslitum hversu stutt var á sjúkrahús. Dómari sagði árásina hafa verið lífshættulega og heiftúðlega, auk þess sem brotaviljinn hefði verið einbeittur. Sigurður var því dæmdur í sex ára fangelsi. Honum var að auki gert að greiða fórnarlambinu tæpar tvær milljónir í miska- og skaðabætur og hátt í sex milljónir í málskostnað. GG Nýr veruleiki blasir við Mjófirðingum eftir að ljósleiðara- tenging við Brekkuþorp komst á í síðustu viku. Þorpið varð þar með síðasti byggðakjarninn á Íslandi til að fá slíka tengingu. Íbúar á staðnum sjá fram á aukið öryggi, bætt atvinnuskilyrði og fjölbreyttari afþreyingu. Til þessa hefur allt síma- og gagnasamband farið fram milli senda við bæinn Brekku og á Mjóafjarðarheiði. Það hefur verið stopult á vetrum og hefur þá allt símasamband í firðinum fallið niður. „Þetta breytir mjög miklu, einkum upp á öryggið. Nú höfum við öruggan venjulegan heimasíma og getum hringt örugglega milli bæja ef við þurfum,“ segir Erna Ólöf Óladóttir, íbúi á Mjóafirði. Ljósleiðarastrengurinn liggur frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og sá RARIK að mestu um lagningu hans. Samhliða þessu var lagður rafstrengur sem lokið verður við næsta sumar. Að auki komu að verkinu sveitarfélögin Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, ríkið í gegnum Fjarskiptasjóð, Míla og Neyðarlínan. Hin 17 km langa leið var á köflum erfið yfirferðar og lögðu klifrarar hluta ljósleiðarans utan í þverhníptum klettum Mjóafjarðarmegin. GG Vilja stríðminjar austur Safnanefnd Fjarðabyggðar hefur falið bæjarstjóra og starfsfólki Safnastofnunar sveitarfélagsins að fara þess á leit við Þjóðminjasafnið að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði fái til sýningar og vörslu þá muni sem eru á Þjóðminjasafninu og tengjast árum síðari heimsstyrjaldarinnar á Íslandi. Í bókun ráðsins er bent á að Stríðsárasafnið á Reyðarfirði sé eina íslenska safnið sem hafi sérhæft sig í að segja sögu stríðsins frá íslensku sjónarhorni. Því fari vel á að það gegni þessu hlutverki. Minnt er á að á næsta ári eru 80 ár liðin frá hernámi Íslands og vill Stríðsárasafnið gera þeim tímamótum skil í sýningu sinni og fá fleiri muni til sýningar sem tengjast tímabilinu. Fimm mínútna aðalfundur Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, sem haldinn var í síðasta mánuði, tók aðeins fimm mínútur samkvæmt fundargerð. Fundurinn hófst klukkan 13:40 og var lokið 13:45. Á fundinum var farið yfir ársreikning síðasta árs, þar sem hálfrar milljónar króna afgangur var eftir fjármagnsliði og fjárhagsáætlun næsta árs en samkvæmt henni verður sex milljóna króna halli á rekstrinum. Fundinn sóttu bæjar- og sveitarstjórar sex austfirskra sveitarfélaga, en þeir höfðu einnig setið stjórnarfund skrifstofunnar skömmu áður þar sem fjármálin voru einnig á dagskrá. Sá fundur tók 40 mínútur. Vilja tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að grunnskólar sveitarfélagsins, auk félags- miðstöðvarinnar Nýungar og ungmennahússins Vegahússins hafi tíðavörur til boða á salernum. Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi ráðsins. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að valdar verði umhverfisvænstu vörurnar. Útgáfa Austurgluggans í desember Austurglugginn kemur ekki út í næstu viku. Næsta tölublað kemur út eftir tvær vikur og verður þar á ferðinni veglegt jólablað. Engin útgáfa verður milli jóla og nýárs en fyrsta tölublað Austurgluggans á nýju ári kemur út fimmtudaginn 9. janúar. Fréttavakt verður á Austurfrétt að vanda alla virka daga og oftar, kalli aðstæður á það. MOLARKosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl Sex ára fangelsi fyrir lífshættulega árás Mjóifjörður ljósleiðaratengdur Frá talningu atkvæða 26. október. Mynd: GG Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. júlí. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.