Austurglugginn


Austurglugginn - 05.12.2019, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 05.12.2019, Blaðsíða 11
Fréttabréf AFLs Starfsgreinafélags Sjúkrasjóður AFLs greiddi 170 milljónir á síðustu 12 mánuðum Síðustu 12 mánuði hefur Sjúkrasjóður AFLs greitt út yfir 1.800 styrki – stóra og smáa – alls að upphæð 37,2 milljónir króna. Að auki hefur sjóðurinn greitt út um 130 milljónir í sjúkradagpeninga. Sjúkrasjóður AFLs er vel settur og hefur síðustu ár bætt í réttindi félagsmanna. Sjóðurinn greiðir nú eitt hæsta hlutfall af meðallaunum sjóðsfélaga – eða 85% af meðallaunum síðustu 6 mánaða. Frá þeirri upphæð eru dregnir frá sjúkradagpeningar frá Sjúkratryggingum Íslands – um 53 þúsund krónur. Sjóðurinn er þó með hámark og geta sjúkradagpeningar ekki orðið hærri en 933 þúsund krónur á mánuði (upphæð breytist með launavísitölu tvisvar á ári). Réttur félagsmanna til sjúkradagpeninga er allt að 120 dagar fyrir félagsmenn á almenna markaðinum, 60 dagar fyrir starfsmenn sveitarfélaga og 90 dagar fyrir starfsmenn ríkisstofnana – enda er veikindaréttur lengri hjá þessum félagsmönnum og framlag launagreiðanda til sjúkrasjóðs lægra. Í sérstökum tilfellum er unnt að sækja um framlengingu á greiðslum í 1-2 mánuði en það er aðeins gert í sérstökum tilfellum. Starfsfólk AFLs reynir að beina þeim sem glíma við langvinn veikindi til ráðgjafa Virk og aðstoða við að sækja um endurhæfingarlífeyri eða tímabundna örorku þar sem það á við. Greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna eru mikilvægar til að fjölskyldur haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu við veikindi eða slys – en sjúkrasjóðirnir eru ekki ýkja gamlir og fyrir 1960 var ekki óalgengt að fjárhagur launafólks hryndi algerlega við alvarleg veikindi. 8 millj. 7 millj. 6 millj. 5 millj. 4 millj. 3 millj 2 millj 1 millj 0 600 500 400 300 200 100 0 Dán arb ætur Fe rðast yrk ur Upphæðir Hjar tav ernd Sjú kra þjál fun Fjöldi styrkja Heilsu eflin g Glerau gu Heyrn art æki La serað ge rð Tæ kn ifrj óvg un Krab bam einsko ðun Sá lfræ ðiþjónusta Styrkir sjúkrasjóðs AFLs síðustu 12 mánuði 1.800 félagsmenn fengu 52 milljónir Félagsmenn AFLs hafa aðgang að sjö starfsmennasjóðum sem styrkja félagsmenn til margvíslegrar endurmenntunar og fræðslu. Á síðustu tólf mánuðum fengu tæplega tvö þúsund félagsmenn samtals rúmar 50 milljónir í þrjú þúsund styrkafgreiðslum. Meðalstyrkur á hvern félagsmann er um kr. 60.000. Langstærsti menntasjóðurinn sem AFL á aðild að er Landsmennt -menntas jóður a lmennra starfsmanna á almenna markaðnum utan höfuðborgarsvæðis. Styrkir Landsmenntar síðustu 12 mánuði nema um 30 milljónum króna og dreifast á 560 félagsmenn. Næstur hvað varðar fjölda er Sveitamennt með tæpa 200 styrki samtals að upphæð um 8 milljónir króna. Nánast allir styrkir menntasjóða fara til námskeiða sem flokka má sem starfstengd, annað hvort í núverandi starfi félagsmanns, eða hann vinnur að því að auka menntun sína og færni. Þannig eru tómstundastyrkir aðeins um tuttugu talsins og að upphæð um 500.000, eða 1% af heildarstyrkjum. Stærsta styrkflokkur þvert á alla sjóði er styrkur vegna háskólanáms, eða um 20% allra styrkja og 25% heildarstyrkupphæðarinnar. Þannig fá yfir 200 einstaklingar styrk til háskólanáms, samtals yfir 13 milljónir króna. Fjöldi Tegundir styrkja og upphæðir Annað Aukin öku réttin di Fe rða- og d va lar sty rku r Fra mhald sn ám -fj arn ám 15 millj. 12 millj. 9 millj. 6 millj. 3 millj. 0 250 200 150 100 50 0 Hásk ólan ám Ísle nska fy rir útle ndinga Sta rfs tengt nám /n ám ske ið Tó mstu ndan ám ske ið Fjöldi Menntasjóðir - fjöldi styrkja og upphæðir Landsmennt Sveitamennt Verslunar- og skrifstofufólks Ríkismennt Sjómennt IMA 35 millj. 30 millj. 25 millj. 20 millj. 15 millj. 10 millj 0 600 500 400 300 200 100 0

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.