Austurglugginn


Austurglugginn - 05.12.2019, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 05.12.2019, Blaðsíða 9
Fréttabréf AFLs 4. tbl. 2019 Dreift um allt Austurland Ábyrgðarmaður: Sverrir Albertsson Flóknar og margþættar viðræður um styttingu vinnuvikunnar eru helsta ástæðan fyrir að samningaviðræður Starfsgreina- sambandsins (SGS) við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gengið treglega. Viðræður við sveitarfélögin hafa gengið sérstaklega hægt. Nokkuð þokaðist í samkomulagsátt á fundi í síðustu viku áður en nýtt bakslag kom í lok vikunnar. Samningar SGS við bæði ríki og sveitarfélög hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum og viðræður staðið yfir síðan í vor, með hléum vegna sumarfría. Viðræðurnar við sveitarfélögin eru komnar til ríkissáttasemjara en viðræðurnar við ríkið eru enn á forræði samningsaðila. „Helsta ástæðan fyrir að viðræðurnar hafa dregist er að það næst illa saman um kröfugerðina sem liggur fyrir. Þar er meðal annars verið að ræða um styttingu vinnutíma sem er mjög flókin og umfangsmikil breyting í því vaktaumhverfi sem gildir hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Um leið eru sveitarfélögin, ríkið og svo Reykjavíkurborg, sem ekki tilheyrir samninganefnd sveitarfélaganna, líka að ræða við BSRB og BHM. Allir þessir aðilar taka þátt í viðræðum um styttingu vinnuvikunnar. Þetta tengist allt saman og það flækir málið enn frekar að verið sé að ræða við marga aðila á svipuðum nótum. Það sést ekki enn móta fyrir niðurstöðu í þessum málum,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, sem situr í viðræðunefnd SGS við sveitarfélögin. Hreyfing í rétta átt í síðustu viku Fundað var með ríkinu á mánudaginn í síðustu viku og sveitarfélögunum daginn eftir. Hjördís segir að heldur hafi þokast í samkomulagsátt á fundinum með sveitarfélögunum. „Það standa þó enn út af borðinu málefni sem eftir er að ná saman um.“ Búið var að boða nýja fundi í byrjun þessarar viku en tíðindi frá þeim lágu ekki fyrir er fréttabréfið fór í prentun. Hins vegar boðuðu nokkur sveitarfélög umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám sínum eftir fundinn. Þannig hefur Kópavogur boðað 30% hækkun á leiguverði félagslegra íbúða og áður hafði verið boðuð 14% hækkun á sorphirðu og eyðingu á Hornafirði. Þá samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur 18-36% hækkun á þóknun kjörinna fulltrúa í síðustu viku. Samþykktin var dregin til baka daginn eftir í ljósi kjaraviðræðnanna, en skaðinn virðist skeður. SGS fordæmdi hækkanirnar í ályktun og benti á að þær væru í hróplegu ósamræmi við markmið lífskjarasamninganna frá í vor um að halda aftur af gjaldskrárhækkun. „Þessar hækkanir ekki til þess fallnar að liðka fyrir samningum. Þetta er eins og blaut tuska í andlit launafólks,“ segir Hjördís. Fleiri málefni eru óleyst í viðræðunum. Hjá sveitarfélögunum er verið að ræða málefni tímavinnufólks og segir Hjördís það vera að gefnu tilefni því ýmis mál hafi komið upp varðandi þá starfsmenn síðustu misseri. Eitt slíkt liggur fyrir félagsdómi og er beðið úrlausnar þess. Skærur við sveitarfélögin Þótt hægt hafi gengið segir Hjördís að viðræðurnar við ríkið hafi verið á vinsamlegum nótum. Það sama sé ekki hægt að segja um viðræðurnar við sveitarfélögin. „Okkur hérna megin við borðið hefur fundist sveitarfélögin verið frekar erfið. Þar hafa komið upp ýmis mál sem ekki hafa auðveldað úrlausn samninganna.“ Ríkið samþykkti í sumar að greiða starfsmönnum innágreiðslu vegna tafa á nýjum samningum. Sveitarfélögin samþykktu það ekki strax, að sögn Hjördísar vegna óánægju með að SGS var þá búið að vísa viðræðunum til sáttasemjara. „Við áttum mjög erfitt með að sætta okkur við það.“ Innágreiðslan var greidd tveimur mánuðum síðar, eftir að SGS dró vísun sína til ríkissáttasemjara til baka. Skömmu seinna vísaði samninganefnd sveitarfélaganna hins vegar málinu til ríkissáttasemjara, meðal annars vegna óánægju með ályktun þings SGS um kvennafrídaginn. Í henni var vikið að stöðu ófaglærða verkakvenna sem þess hóps sem mest hallaði á í samfélaginu. Hagsmunir þeirra eru meðal annars undir í viðræðunum við ríkið og sveitarfélögin og sagði í ályktuninni að þeim væri sýnd takmarkalaus lítilsvirðing í viðræðunum. Þá bætti það ekki samskiptin þegar myndband birtist af kynningu formanns samninganefndar sveitarfélaganna um kröfugerð SGS þar sem gert var grín að starfsmönnum sveitarfélaganna. Hjördís vonast þó til að málin séu á leið í rétta átt eftir fundina í síðustu viku. „Við höfum verið undir það búin að fara í aðgerðir til að þrýsta á um samninga. Til þess þurfum við fyrst að lýsa yfir árangurslausum fundi og þar sem málin þokuðust heldur í síðustu viku er ekki alveg komið að þeim tímapunkti að lýsa yfir árangurslausum fundi.“ Kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög Stytting vinnuvikunnar flóknasta viðfangsefnið Hjördís Þóra með Birni Snæbjörnssyni og Flosa Eiríkssyni frá Starfsgreinasambandinu á samningafundi. Mynd: Ernir Eyjólfsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.