Austurglugginn


Austurglugginn - 05.12.2019, Side 12

Austurglugginn - 05.12.2019, Side 12
Sjóðurinn styrkir kaup á sjónglerjum en ekki umgjörðum Meðal annars er hægt að framvísa kvittunum fyrir æfingagjöldum hjá golfklúbbum. Fréttabréf AFLs Starfsgreinafélags Fimm milljónir til gleraugnakaupa Þokkaleg afkoma AFLs Hjólastólaaðgengi í orlofshús Sex milljónir til heilsuræktar 214 félagsmenn fengu á síðasta ári 4,6 milljónir í gleraugnastyrki. Það er að meðaltali 22.000 á hverja umsókn. Því miður er það þannig að gleraugnastyrkir eru sú styrktegund sem einna mest er reynt að sækja um með ófullnægjandi eða jafnvel röngum upplýsingum. Reglur sjóðsins eru þannig að styrkur getur verið allt að 50% af andvirði sjónglerjanna – en þar sem umgjarðir eru smekksatriði og jafnvel tískuvarningur - eru kaup á umgjörðum ekki styrkt. Þetta hefur valdið því að nokkrir félagsmenn hafa komið með ófullnægjandi kvittanir eða kvittanir þar sem verð á glerjum og umgjörðum eru handskrifuð og umgjarðir „mjög ódýrar“. Í þeim tilvikum hefur starfsfólk félagsins venjulega samband beint við verslunina og með því að fá að tala við bókhald verslunar er unnt að staðreyna hvert rétt verð glerja var og rétt verð umgjarða. Framvísi félagsmenn röngum upplýsingum vegna umsóknar - er umsókn synjað. Vinna er hafin við ársreikninga félagsins fyrir yfirstandandi ár. Bráðabirgðauppgjör fyrstu 9 mánaða ársins gefur vísbendingu um að afkoma félagsins verði viðunandi og í takt við væntingar. Félagssjóður stefnir í hóflegan afgang en félagið hefur verið rekið með afgangi öll ár frá stofnun að undanskildu hrunárinu 2008. Afgangurinn hefur þó verið hóflegur frá því að framkvæmdum við Kárahnjúka og á Reyðarfirði lauk enda kappkostar stjórn félagsins að veita þjónustu og efla starf félagsins frekar en að safna í sjóði. Orlofssjóður hefur staðið í miklum framkvæmdum og á orðið lítið í sjóðum en engu að síður hefur tekist að reka sjóðinn réttum megin við núllið og stefnir í að svo verði einnig þetta árið. Niðurgreiðsla sjóðsins með rekstri orlofsíbúða er um 10 milljónir króna á ári – en mun meiri kostnaður er af rekstri orlofshúsa – eða um 40 milljónir króna árlega. Niðurgreiðsla annarra orlofskosta er um 10 milljónir króna árlega. Iðgjaldatekjur orlofssjóðs á fyrstu 9 mánuðum ársins eru um 70 milljónir króna. Sjúkrasjóður var rekinn nánast á núlli árið 2018 en stefnir í að vera réttum megin við núllið í ár. Fyrir rösku ári var nýjum styrkjaflokk bætt við er farið var að styðja fólk til sálfræðimeðferðar og þá hafa ýmsir styrkir verið hækkaðir talsvert á liðnum árum. Þá hóf félagið líka að skila l í feyr iss jóðsgreiðs lum af sjúkradagpeningum – en það er 11,5% hækkun sjúkradagpeninga. AFL greiðir 85% af meðaltekjum síðustu mánaða í sjúkradagpeninga (að teknu tilliti til sjúkradagpeninga Sjúkratrygginga Íslands) en þó að hámarki 933 þúsund krónur á mánuði. Vinna er hafin við endurnýjun þriggja orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum á Völlum og er stuðst við sömu teikningu og við endurnýjun húsa í fyrra. Húsin verða lengd fram á pallinn, skipt um innréttingar og skipulagi breytt. Að þessu sinni verður einu húsanna breytt aðeins meira og meðal annars verður baðherbergi þar stærra, flutt í norðvesturenda hússins og miðað við reglugerð um aðgengi hjólastóla að baðherberginu. Þá verður skipulagi svefnherbergja breytt þannig að unnt verði að athafna sig í hjólastól þar og byggð skábraut af bílastæði og upp á pall hússins þannig að félagsmenn í hjólastólum verði alfarið sjálfbjarga við komu í húsið. Þá verða gerðar ráðstafanir í kringum heita pottinn þannig að auðveldara verði fyrir fatlaða að komast í pottinn. Reiknað er með að endurbyggingu húsanna þriggja (nr. 10, 11 og 12) verði lokið fyrir vorið. Þegar þeim er lokið hafa alls 9 hús félagsins verið endurnýjuð. Félagið átti 19 hús á Einarsstöðum en seldi nýverið þrjú þeirra til Einingar-Iðju á Akureyri þannig að eftir að þessum framkvæmdum lýkur verða aðeins 5 hús eftir í upprunalegri mynd. Öll önnur félög sem eiga hús á Einarsstöðum hafa einnig verið að endurnýja þau. Þá hafa öll hús verið tekin í gegn að utan og gaflar klæddir með stáli sem og hliðar þar sem þörf hefur verið á. Næst á dagskrá verður að skipta um þak á öllum húsum í byggðinni og þegar því verkefni verður lokið má segja að byggðin öll sé endurnýjuð. Síðustu 12 mánuði fengu 760 félagsmenn AFLs alls 6 milljónir til heilsueflingar. Félagsmenn AFLs nýta heilsueflingarstyrk til margvíslegra hluta. Flestir greiða fyrir árskort í ræktina, aðrir í sundlaugar eða hvort tveggja. Þá er hægt að framvísa kvittunum fyrir æfingagjöldum, t.d. í golfklúbba eða önnur íþróttafélög. Rétt til styrks hafa þeir félagsmenn sem hafa skilað iðgjaldi síðustu 12 mánuði og full réttindi fást ef iðgjaldið nemur lágmarksiðgjaldi félagsins eins og það er ákvarðað af aðalfundi ár hvert (10.000 nú). Ef félagsmaður er greiðandi félagsgjalds en iðgjald nær ekki lágmarksiðgjaldi er styrkur greiddur hlutfallslega. Framvísa þarf reikningi frá líkamsræktarstöð eða rekstraraðila að þeirri heilsurækt sem viðkomandi stundar og það þarf að vera löglegur reikningur og viðkomandi útgefandi þarf að vera skráður hjá RSK með rekstur. Frá framkvæmdum á Einarsstöðum síðasta vetur.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.