Nesfréttir - 01.08.2021, Qupperneq 8
8 Nesfrétt ir
Viðtal við Guðmund Ara Sigurjónsson
G
uðmundur Ari
Sigurjónsson er
tóm stunda- og félags-
mála fræðingur og
bæjarfulltrúi fyrir
Samfylkinguna á Seltjarnarnesi.
Guðmundur hefur starfað í
æskulýðsgeiranum um árabil.
Hann sinnti einnig íþróttum á yngri
árum. Spilaði handbolta og fótbolta
með Gróttu. Guðmundur Ari er
giftur Nönnu Kaaber Árnadóttur
íþróttafræðing og saman eiga þau
börnin Árna Berg sem er fæddur
2013, Kjartan Kára sem er 2016 og
Magneu sem fædd er 2018.
„Ég er fæddur og uppalinn á
Seltjarnarnesi. Ég flutti af Nesinu
þegar ég fór að heiman en eftir að
ég byrjaði með konunni minni og við
fórum að hugsa um að eignast börn
fór okkur báðum að langa að flytja
aftur heim á Nesið. Það eru mikil
forréttindi að alast upp á Nesinu
enda eins konar sveit í borg. Hér er
einn leikskóli, einn grunnskóli og
eitt íþróttafélag svo allir kannast
við flesta. Það var góður skóli að
æfa íþróttir með Gróttu á sínum
tíma þar sem við vorum kannski
ekki besta lið landsins en við hirtum
þó nokkra prúðasta liðið bikara. Á
Nesinu erum við líka með sterka
tengingu við sjóinn, fjöruna og
náttúruna á Vestursvæðunum. Það
skemmir svo ekki fyrir að þrátt fyrir
þessi sveita lífsgæði þá erum við nær
miðbæ höfuðborgarinnar en mörg
hverfi Reykjavíkur.“
Fékk nýja nálgun á lífið
fyrir austan
Þrátt fyrir að hafa verið ánægður
með að alast upp á Nesinu segir
Guðmundur Ari frá því að hann
hafi gengið nokkuð utan leiðar í
skólakerfinu. „Ég passaði ekki alveg
inn í skólakerfið frá því að ég var
svona 10 ára. Átti erfitt með að
sitja kyrr og hlýða í blindni því sem
kennarinn vildi að ég gerði. Þegar árin
liðu endaði ég í raun skólagönguna
á Nesinu í eiginlegri uppreisn við
skólann. Þetta varð til þess að þegar
ég byrjaði að vinna í Selinu nokkrum
árum seinna héldu gamlir kennarar
að ég væri mættur í 12 spora kerfið
og væri að bæta fyrir gamlar syndir.
Eftir grunnskólagönguna fór ég
í FÁ og fann mig ekki heldur þar.
Áherslan var aðallega á félagslífið og
tómstundir. Sumarið eftir þetta fyrsta
ár ákvað ég að breyta algjörlega til
og flytja austur á Eskifjörð þar sem
ég vann við að leggja hitaveitu í
sveitarfélaginu. Á Eskifirði eignaðist
ég kærustu og marga góða vini
svo ég var þar áfram einn vetur
í Verkmenntaskóla Austurlands.
Það var alveg dásamlegt að búa á
Eskifirði og þar rann upp fyrir manni
hversu mikil lífsgæði eru fólgin í því
að búa í þéttu samfélagi og hversu
margt er líkt með samfélaginu á
Seltjarnarnesi og samfélögum á
landsbyggðinni. Lífið fyrir austan
var að mörgu leyti öðruvísi en í
borginni, maður vann 12 tíma á dag
og svo voru sveitaböll um helgar.
Eftir að ég kom suður á ný fór ég fyrst
í Iðnskólann í Reykjavík og þaðan lá
leiðin í Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Lærði margt hjá Möggu
Guðmundur Ari byrjaði að
vinna í félagsmiðstöðinni Selinu á
Seltjarnarnesi þegar hann var 19
ára. „Ég vil meina að ýmislegt hafi
snúist við hjá mér þegar ég byrjaði
að vinnu í Selinu hér á Seltjarnarnesi.
Í ungmennastarfinu fann ég mína
köllun ef svo má segja. Eftir að
ég byrjaði að vinna að þessum
málum sótti ég um undanþágu
til að innritast í nám í tómstunda-
og félagsmálafræði við Háskóla
Íslands. Ég varð að fara þá leið því
ég hafði ekki lokið stúdentsprófi
endanlega þótt ég væri komin með
nægilega margar einingar. Það var
í tómstundafræðinni sem mér leið
í fyrsta sinn vel í skólanum. Annars
held að Margrét Sigurðardóttir eða
Magga í Selinu eins og við kölluðum
hana alltaf hér á Nesinu hafi verið
einn besti kennari minn og hvatti hún
mig áfram í námi og starfi. Magga
byggði upp faglegt æskulýðsstarf
af krafti og árangurinn lét ekki
standa á sér. Fyrir síðustu aldamót
voru unglingar á Seltjarnarnesi
Íslandsmeistarar í unglingadrykkju
samkvæmt könnunum Rannsóknar
og greiningar. Magga byrjaði að
vinna í Selinu á þessum tíma og
hún byggði upp gríðarlega öflugt
samstarf við skólann, Gróttu og
foreldrafélagið þar sem tekið
var höndum saman við að auka
framboð af jákvæðum tómstundum,
auka aðhald og minnka drykkju.
Þessi þróun leiddi að reykingar og
drykkja hvarf nánast í Grunnskóla
Seltjarnarness, þátttaka í jákvæðum
tómstundum jókst sem birtist í
aukinni þátttöku í starfinu á Nesinu
en einnig í fjölda krakka á Nesinu
sem tóku að sér leiðtogahlutverk í
félagslífi framhaldsskólanna. Það
var ótrúlega gefandi að vinna í
Selinu undir forystu Möggu þar
sem markvisst var unnið að því
að bjóða upp á framúrskarandi
félagsmiðstöðvastarf, námskeið,
viðburði og ferðalög. Áherslan var
alltaf á valdeflingu, að virkja unga
fólkið til þátttöku, skapa öflugt
nemenda- og ungmennaráð þar sem
þau fengu sjálf að skapa og stýra
eigin félagsstarfi með stuðningi
okkar starfsfólksins.“
Hef áhyggjur af
ungmennastarfinu
Guðmundur Ari segir verulega
ástæðu til þess að hafa áhyggjur af
ungmennastarfinu á Nesinu eftir að
starfsemi Selsins var skorin niður um
40% en niðurskurður í Selinu varð til
þess að Magga í Selinu sagði upp
störfum og enginn hefur verið ráðinn
í hennar stað. „Þessi niðurskurður er
sorgarsaga um pólitíska skammsýni
og því miður er að sækja í sama
farið. Ungmennadrykkja er farin
að aukast sem er afar slæmt. Í
Covid faraldrinum hefur félagsleg
einangrun aukist – ekki síst á meðal
ungmenna. Sveitarfélögin í kringum
okkur ásamt ríkinu eru meðvituð
um þessa stöðu og eru að leggja
aukna áherslu á að auka framboð
á faglegu tómstundastarfi sem
miða að því að virkja ungt fólk til
Þurfum öflugri talsmenn
sveitarfélaga inn á Alþingi
Fjölskyldan. Guðmundur Ari, með Magneu í fanginu. Þá Árni Bergur,
Kjartan Kári og Nanna.