Nesfréttir - 01.08.2021, Page 9
Nesfrétt ir 9
þátttöku. Þetta ættum við að gera
líka og vonast ég til að bæjarstjórn
snúi þessum niðurskurði við svo
að börnin okkar fái tækifæri til að
alast upp í sama öfluga og skapandi
félagsstarfi eins og við sem eldri
erum fengum að kynnast.
Hóf sinn pólitíska feril í
Sjálfstæðisflokknum
Þegar Guðmundur Ari starfaði sem
forstöðumaður í Selinu hélt hann
utan um valáfanga í Valhúsaskóla
sem heitir félagsmálafræði. Eftir að
hafa haldið fyrirlestur um mikilvægi
þess að krakkarnir taki virkan þátt
í nefndum og félagslífi skólans
fann hann að hann þyrfti að vera
virkur þátttakandi sjálfur. „Þegar
ég labbaði úr þessari kennslustund
hugsaði ég hversu mikill hræsnari
ég væri þar sem ég var sjálfur ekki
virkur í neinum ákvörðunum í mínu
nærumhverfi. Ég ákvað því að mæta
á fund hjá Sjálfstæðisfélaginu á
Seltjarnarnesi þar sem ég var ekki
búinn að móta pólitískar skoðanir
mínar og Sjálfstæðismenn voru við
völd svo ég hugsaði að þar væri hægt
að hafa áhrif. Það þurfti svo reyndar
bara einn fund þar sem fjallað var um
skóla- og tómstundastarfið á Nesinu
að ég gerði mér grein fyrir því að mín
sýn um öflugt menntakerfi rúmaðist
ekki á fundinum þar sem megininntak
í umræðunum var um hvernig mætti
skera niður þjónustuna.“ Eftir þetta
stutta stopp hjá Sjálfstæðismönnum
mætti Guðmundur Ari á fundi hjá
Samfylkingunni, þar var honum stillt
upp í annað sæti á lista flokksins í
sveitarstjórnarkosningunum 2014
sem skilaði sæti í bæjarstjórn
Seltjarnarness. „Það var ótrúlega
skemmtileg upplifun að taka þátt
í kosningum í fyrsta skipti árið
2014. Í Samfylkingunni var ótrúlega
samheldinn og skemmtilegur hópur
sem Margrét Lind Ólafsdóttir
leiddi. Það var mjög lærdómsríkt
að sitja með Margréti Lind í
bæjarstjórn enda var hún mjög
öflugur sveitarstjórnarmaður og
er hún hin Maggan sem kenndi
mér svo margt, studdi vel við
bakið á mér og hvatti mig áfram.“
Í sveitarstjórnarkosningunum
2018 leiddi Guðmundur Ari lista
Samfylkingarinnar og fékk framboðið
aftur tvö menn kjörna í bæjarstjórn.“
Innkoma í landsmálin
Guðmundur Ari hefur einnig
haft afskipti af landsmálum. Hann
er nú í fjórða sæti á framboðslista
Samfylkingarnar í Suðvestur
kjördæmi eða kraganum eins og það
er oft kallað. „Ég er mjög spenntur
fyrir kosningunum framundan og
vonast ég eftir að fá góðan stuðning
svo að ég fái tækifæri til þess að stíga
inn á Alþingi sem varaþingmaður til
að berjast fyrir málefnum ungs fólks,
umbótum í menntamálum ásamt
stórum skrefum í umhverfis- og
heilbrigðismálum. Maður hefur rekið
sig á það í bæjarstjórninni og ekki
síður í stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga að það þarf öflugri
talsmenn sveitarfélaga inn á Alþingi.
Á Alþingi er sífellt verið að setja lög
sem auka kröfur á sveitarfélög um
kostnaðarsama þjónustu án þess að
fjármagn fylgi. Þetta verður til þess
að svigrúm sveitarfélaga til þess að
veita íbúum sínum öfluga þjónustu
minnkar sem verður til þess að fleiri
íbúar falla á milli kerfa sem endar
svo sem stór kostnaðarliður á ríki
og sveitarfélög í framtíðinni.“
Úr ungmennastarfi á Seltjarnarnesi.
Bílastuð Eignaumsjónar - þrjár þjónustuleiðir í boði:
» Bílastuð 0 - úttekt á hleðsluaðstöðu og framkvæmdaáætlun
» Bílastuð 1 - sérhæfð innheimta fyrir húsfélög vegna rafbílahleðslu
» Bílastuð 1+1 - heildarumsjón með rafbílahleðslu í húsfélögum
Er hleðslukerfi rafbíla
hausverkur
í húsfélaginu?
STUÐ
1
Við aðstoðum við að leysa málin með hagsmuni
húsfélagsins að leiðarljósi! Allt frá úttekt á fyrirkomulagi
til heildarumsjónar með rafbílahleðslukerfi húsfélagsins.
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is
2x14 = 99 m x 140 m
STUÐ
0
U m h v e r f i s v æ n í s l e n s k h ö n n u n