Nesfréttir - 01.08.2021, Síða 13

Nesfréttir - 01.08.2021, Síða 13
Nesfrétt ir 13 Enn og aftur breytast hlutirnir hratt og nýjar reglur og upplýsingar líta dagsins ljós með stuttum fyrirvara, en við erum vongóð og bjartsýn og höldum okkar striki. Að sjálfsögðu lútum við þeim reglum sem eru í gangi á hverjum tíma. KYNNING Á DAGSKRÁ FÉLAGS OG TÓMSTUNDASTARFS ELDRI BÆJARBÚA FYRIR MÁNUÐINA SEPTEMBER – DESEMBER 2021. FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER VERÐUR OPIÐ HÚS Í SALNUM Á SKÓLABRAUT 3-5, MILLI KL. 13.00 OG 16.00 . Virðum gildandi sóttvarnarreglur. Vonandi náum við að halda inni öllum föstu dagskrárliðunum ásamt því að fara í ferðalög, leikhús, bjóða heim gestum, auka fjölbreytni og bjóða upp á styttri námskeið og ýmislegt fleira. Þeir sem hafa hugmyndir af annarskonar námskeiðum eða dagskrá endilega komið þeim á framfæri. Símanúmer forstöðumanns er 5959147 / 8939800 og netfang er kristin. hannesdottir@seltjarnarnes.is. Þau Námskeið sem nú þegar eru komin á blað fyrir veturinn eru: leir, gler, leður og roð, silfursmíði, tálgun og útskurður ásamt bókbandi og dansi. Endilega kíkið við á Skólabrautinni fimmtudaginn 9. september milli kl. 13.00 og 16.00. Starfsmenn og leiðbeinendurnir verða á staðnum og gefa upplýsingar. Skráning á námskeiðin. Boðið veður upp á kaffi og vöfflur. Dagskrárblað félags og tómstundastarfsins í heild sinni verður væntan- lega sent út til allra 65 ára og eldri um mánaðamótin. Thelma og Birkir þakka fyrir samstarfið í sumar Félags og tómstundarstarfið hefur gengið með prýði í sumar þó vissulega hafi ástandið í samfélaginu óneitanlega haft einhver áhrif á starfsemina okkar. Birkir Kristján og Thelma Hrund leystu Kristínu af í sumar og einnig var Daði Már að leysa af Halla húsvörð. Framan af sumri spiluðum við félagsvist, héldum bingó og spiluðum botsía en eftir að takmarkanir voru settar á að nýju höfum við þurft að sleppa ýmsu en oft höfum við leyst það með að fara bara í göngutúra í staðinn og labbað um fallega Nesið okkar. Púttið, leikfimin, handavinnan og aðrir fastir liðir hafa samt sem áður verið á sínum stað og alltaf góð stemning í húsinu. Farið var í nokkrar stærri ferðir eins og í Grasagarðinn og Öskjuhlíðina þar sem gengið var um og sest inná nálæg kaffihús og veitingastaði. Einnig var farin ein ferð alla leið uppá Eyjafjallajökul þar sem keyrt var upp jökulinn í sérstakri jöklarútu. Birkir og Thelma þakka kærlega fyrir sig í sumar. Það var mikil ánægja og heiður að kynnast ykkur öllum! Þátttakendur í félags og tómstundastarfinu senda þeim Thelmu og Birki sínar bestu þakkir fyrir góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf í sumar. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.