Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 12
10
„Prestsheimilið hefur jafnan staðið opið fyrir öll-
um, og sama má segja um frúna.“
13.
„Þeir hlæja ekki að mér, þegar ég er að búa,“
sagði skagfirzkur bóndi. Hann var glapyrtur og lítill
vitmaður talinn, en búþegn hinn bezti.
14.
Guðrún á Reyðarvatni var kvenskörungur mikill.
Hún var yfirsetukona og sótt víðsvegar að.
Lítið var um peningagreiðslur fyrir ljósmóður-
störf í þá daga, en hins vegar fékk hún oft brenni-
vín í launaskyni, því að henni þótti sopinn góður, sér-
staklega á efri árum.
Einu sinni sagði Guðrún:
„Það versta, sem mér er gefið, er hálfflaska af
brennivíni. Flösku læt ég vera; en pottur, það er
gott.“
15.
Jón Sturlaugsson sagðist hafa róið á unga aldri
hjá formanni á Stokkseyri. Eitt sinn voru þeir að
koma úr róðri, og var vont í sjó. Formaðurinn bar
þá undir hásetana, hvort leggja skyldi á sundið þá
þegar eða bíða betra lags.
Fjórir hásetanna lögðu til málanna, en voru þó