Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Side 17
15
„Á mínum æskuárum þekkti ég varla þann ung-
ling á fermingaraldri, sem ekki kynni að róa; nú
knnn það svo að segja enginn. Það er nú kannske
fyrir sig. Það hafa breytzt tímarnir með veiðiaðferð-
ir og flutninga á sjó. En það er annað verra; ég held,
að fólk hætti að læra að ganga. Hér býr kona í næsta
húsi við mig, sem á efnilegan strák á 2. ári. Hún er
alltaf að aka með hann í bamavagni. Ég hugsa, að
hún verði að því, þangað til hann lærir að skríða
upp í strætisvagn."
24.
Maður í Hafnarfirði, sem hafði fengið styrk hjá
bænum, átti tvo reiðhesta. Þetta barst í tal milli
tveggja manna, og var annar þeirra hneykslaður á
þessu hestahaldi styrkþegans.
Þá segir hinn:
„Nú, jæja, hann hefur þó atvinnu við að heyja
handa þeim.“
25.
Ljóðabók var gefin út fyrir nokkrum árum á Akur-
eyri, sem hlaut það skáldlega nafn „Glæður".
Svo vildi til, að eldur kom upp í húsi því, sem bók-
in var geymd í, og brann nokkuð af upplaginu.
Gárimgi einn sagði svo frá bruna bókarinnar, að
ekkert hefði brunnið af henni, nema spjöldin; allt
annað hefði verið eldfastur leir.