Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 19
17
Skyr stóð á borðum fyrir engjafólkið.
Guðmundur vindur sér þá að konu sinni og segir:
„Að þér skuli detta í hug að bjóða fólkinu, blautu
og hröktu, skyr.
Gaztu ekki heldur soðið graut?
Þú ættir nú að vera farin að hafa vit á þessu,
sextugur djcfullinn."
32.
Bóndi úr Skagafirði var á ferð á Sauðárkróki.
Hann var ekkjumaður og bjó með ungri ráðskonu.
Bónda var boðið inn í hús á Sauðárkróki, og bor-
ið þar kaffi. Meðan hann drakk kaffið, talaði hús-
freyjan við hann um alla heima og geima.
„Ætlar þú nú annars ekki á Ráðskonuna í kvöld?“
segir hún loks; en svo stóð á, að verið var að leika
skopleik á Króknum, sem hét „Ráðskona Bakka-
bræðra.“
Bóndi fór allur hjá sér, en segir þó dræmt:
„Ja, ég veit nú einu sinni ekki, hvort ég kemst
heim í kvöld.“
33.
Sr. Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur var vanur að
láta Áma rakara Nikulásson raka sig.
Þeir höfðu báðir fengið sér drjúgum í staupinu á
yngri ámm, en sr. Óíafur gerðist bindindismaður á
miðjum aldri.
2