Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 21
19
Thorsteinsson verzlaði þá með vín, og hafði hann
lagt svo fyrir, að takmarka skyldi áfengissölu til
Guðmundar.
Eitt sinn kom Guðmundur í vínbúðina og bað um
brennivínsflösku.
Thorsteinsson var staddur í búðinni, og bar for-
stöðumaðurinn það undir hann, hvort Guðmundi
skyldi afhent flaska.
„Það er víst bezt að láta helvítis karlinn fá
flösku; það verður aldrei friður fyrir honum ann-
ars,“ svaraði Thorsteinsson.
Guðmundur stóð álengdar og hafði pata af sam-
talinu.
Hann snýr sér að Thorsteinsson og segir:
„Hvað voruð þér annars að segja, Thorsteinsson
minn?“
„Ég sagði, að það vægi sjálfsagt að láta yður fá
flösku, jafn duglegan fiskimann.“
„Jæja,“ sagði Guðmundur, „kannske maður hafi
þær þá tvær."
37.
Augiýsing: „Stúlka óskast í vist. Þarf að sofa úti.“
38.
Húnvetnskur bóndi sagði þessa hnyttni um Þing-
eyinga:
„Þingeyingar vita manna bezt það, sem allir vita.“