Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 24
22
Þá stóð upp oddvitinn, Sigurður á Haugum, og
sagði:
„Ef sr. Jóhann fer úr hreppsnefndinni, þá ekki
einasta fer ég úr hreppsnefndinni, heldur flyt ég
líka úr hreppnum.“
„Þá losna Haugarnir," varð Bimi á Svarfhóli að
orði.
43.
Hallgrímur Sveinsson var nýlega orðinn biskup,
er hann fór til Stafholtskirkju og sté þar í stólinn.
Það var í prestsskapartíð sr. Jóhanns.
Þröng var í kirkjunni, og gekk all-margt af fólki
út um messuna.
Eftir messu spyr biskup prest að því, hvort það
sé venja þar, að fólk gangi út um messuna. Prestur
svarar því neitandi.
Þá snýr biskup sér að meðhjálparanum, sem þá
var Bjöm á Svarfhóli, og spyr hann sömu spum-
ingar.
„Nei,“ segir Bjöm, „en það er með mesta móti af
sunnanfólki núna.“
44.
Guðmundur og Jón rem saman á smábáti.
Þeim hlekktist eitt sinn á í sjóferð. Guðmundur
dmkknaði, en Jóni varð bjargað slösuðum og illa til
reika.