Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Síða 28
26
Hann ætlaði að koma við hjá vinkonu sinni, sem
bjó skammt frá bæ hans, og var það í leiðinni.
Hann stýrir nú hestinum út af götunni, en klárinn
er heimfús, kemst á heimagötumar aftur, án þess að
Markús viti af, því að dimmt var orðið.
Markús hleypir í hlaðið, sér konu í hlaðvarpanum,
gengur til hennar, kyssir hana og segir:
„Hvað ætli nú hún Þorgerður mín segði, ef hún
vissi þetta?“
En þetta var þá Þorgerður, konan hans.
53.
Eiríkur á Alftárbaklía rak haust eitt sauði til
slátrunar í Borgarnes.
Hann bauð fyrst Gísla faktor Jónssyni sauðina
til kaups, en þeim samdi ekki.
Þá rekur Eiríkur sauðina til Jóns frá Bæ og segir
við Jón:
„Hann Gísli sagði mér að fara til andskotans með
sauðina, og nú er ég kominn til þín.“
54.
Ami prestur reri vor eitt út í eyju við ströndina
til veiðifanga með Ágústi vimiumanni sínum.
Þegar þeir koma í námunda við eyjuna, segir
prestur:
„Þarna er selur uppi i fjörunni, Gústi. Róðu að
íandi; ég ætla að rota hann.“