Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Blaðsíða 31
29
allt starf hans í þágu bindindishreyfingarinnar.
Ræðumaður taldi honum að þakka þann eldheita
bindindisáhuga, sem nú ríkti í stofnuninni.
Þegar ræðumaðurinn sezt loks niður í sæti sitt,
hrekkur tappi úr whiskypela, sem var í bakvasa
hans, og upp úr flöskunni gýs whisky og sódavatn.
Pelinn hafði hitnað of mikið.
59.
Bóndi á Snæfellsnesi var að tala um Jónas frá
Hriflu við Ágúst kaupmann Þórarinsson, og lágu
honum þungt orð til hans.
„Ég held það væri nú bezt fyrir þann mann, að
hann væri dauður,“ sagði bóndinn.
„Já, og kominn til guðs,“ skýtur þá Ágúst inn í.
„O, ekki er mér nú það neitt kappsmál,“ segir þá
bóndinn.
60.
Björn bóndi í Grafarholti bauð sig einu sinni fram
í Borgarfirði á móti sr. Þórhalli Bjarnarsjmi og vann
þá kosningu.
Þá var sr. Guðmundur Helgason prestur í Reyk-
holti, og studdi hann kosningu sr. Þórhalls, en Guð-
naundi fylgdu að málum flest sóknarbörn hans.
Það var þá siður, að nokkrir áhrifamenn af hvor-
um flokki mæltu nokkur orð með sínum fram-
bjóðanda.
Þorsteinn bóndi á Húsafelli mælti með framboði