Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Síða 33
31
„Bríikar þú ekki í nefið? Mig minnir, að þú hafir
þegið í nefið hjá mér,“ sagði sr. Magnús.
„Já, ég gerði það, en ég er hættur því. Það voru
ýms óþægindi að því; ég fékk til dæmis stundum
hnerra af því í kirkjunni."
„Já, ég skil það,“ svaraði sr. Magnús. „Þér hefur
leiðzt að biðja guð að hjálpa þér.“
63.
Guðmundur bóndi á Lundum í Borgarfirði var oft
skrítinn og hnyttinn í tilsvörum.
Það var um sláttinn, að Guðmundur gekk um kvöld,
til að kasta af sér vatni, út í hlaðvarpann, eins og
títt er í sveit. Þetta var síðla sumars og dimmt orðið.
Kaupakona hafði farið út á undan Guðmundi og
kom nú hlaupandi beint í fangið á honum.
Þá segir Guðmundur:
„Varaðu þig, stúlka. Hlauptu ekki svona beint á
voðann.“
64.
Maður kom þar að, sem Jón á Fjalli var að refta
fjárhúskofa. Komumaður hafði orð á því, að van-
reft væri hjá Jóni.
Þá svarar Jón:
„Já, það er ekki gaman að vanefnaskortinum, þeg-
ar maður þarf að kljúfa tvo raftana í einn.“