Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 36
34
Að lokum spyr kennarinn hann, hvort hann muni
ekki eftir kvæði um laxinn.
Nemandinn þegir við því.
„Þetta er ágætt og stórfrægt kvæði,“ segir þá
kennarinn. „Það byrjar svona:
En þú, sem undan
æfistraumi —“
En þetta er, eins og kunnugt er, síðasta erindið í
erfiljóðum Bjama Thorarensens um Odd Hjaltalín.
71.
Ingólfur læknir var að taka tönn úr manni og
braut hana.
Maðurinn rauk upp úr stólnum og var hinn
reiðasti.
„Láttu ekki svona, maður,“ segir þá Ingólfur.
„Þeir era farnir að koma til mín og biðja mig um
að taka þær hálfar. Þeim finnst það ódýrara."
Maðurinn sefaðist.
72.
Brynki, sem af sumum var kallaður „stattu kyrr“,
hitti einu sinni Guðmund frá Eelgustöðum, þegar
hann var að fara af stað í veiðiför.
„Þú ert kannske að fara að drepa og drepa,“ segir
Brynki.
„Ojá, ekki aflaðist nú mikið, ef maður stæði alltaf
kyrr,“ svaraði Guðmundur.
J