Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Síða 39
37
Almennur áhugi var á því, sérstaklega meðal
templara, að frelsa hann frá þessari ástríðu, því að
hann var mjög vel látinn.
Hann gekk í stúku, en braut hvað eftir annað.
Eitt sinn voru forystumenn templara, þar á meðal
sr. Björn, sem var æðstitemplar, að bera saman ráð
sín, hvað gera skyldi manninum til björgunar.
Þá segir gömul, guðhrædd kona við prestinn:
„Haldið þér, að það væri ekki reynandi, sr. Bjöm,
að biðja fyrir honum ?“
Þá hristir sr. Bjöm höfuðið og segir:
„O, sussu nei, það dugir nú enginn hégómi við
hann.“
80.
iiOftur lögfræðingur sat á skrifstofu sinni með
Áma kunningja sínum við skál. Þeir vom báðir orðn-
ir all-mjög dmkknir, og sérstaklega Loftur.
Svo bar við, að kona kom inn til Lofts, sem tjáir
honum, að hún ætli að leita hjá honum lögfræðilegr-
ar fræðslu, og ætlar að fara að bera upp erindið.
Loftur virðir konuna fyrir sér, en hún var mið-
aldra og feitlagin mjög, og segir síðan:
„Þér gangið um og safnið spiki, bölvað ræksnið,
í staðinn fyrir að eiga böm.“
Konunni leizt ekki á blikuna, stóð upp og ætlaði
til dyra.
Loftur snaraðist í veginn fyrir hana og segir:
„Kostar fimm krónur.“